Mánudagur 14.05.2012 - 22:16 - Rita ummæli

Í persónu Ólafs Ragnars Grímssonar kristallast íslensk drullumallspólitík. Hann hefur á sínum 16 árum á Bessastöðum sveiflast til og frá á hinum pólitíska mælikvarða með stefnumarkandi ákvörðunum út og suður án nokkurs umboðs. 


Hann hefur þjónað hagsmunum stjórnmálamanna á báðar áttir á sinum tíma í embætti. Og það er skemmtilegur taktur í því þegar hin prínsippslausu stjórnmál kunna ekki að hafa eina rökstudda skoðun á embættinu sem Ólafur Ragnar gegnir.


Þeir sem komu honum í embættið og ólu hann þar upp eiga ekkert erindi með það í dag að þykjast vera í fýlu vegna þess að Ólafur Ragnar stundar stjórnmál frá Bessastöðum.


Í dag snýst allt um að koma honum frá og planta rétthugsandi og „ópólitískum“ frambjóðanda í embættið. Glæpurinn er framinn og héðan í frá verður enginn forseti ópólitískur. 




Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur