Þriðjudagur 19.06.2012 - 21:52 - 1 ummæli

Enn um flotta Englendinga

Sko Englendinga. Þeir unnu bara riðilinn sinn á EM og sérfræðingarnir skilja eiginlega ekkert í þessu. Þeir halda helst með liðum sem spila samba við öll tækifæri. 


Englendingar verjast víst of mikið og of aftarlega og þeir sækja eiginlega ekkert af viti. Og þeir eru leiðinlegir. 


En þeir tapa ekki leikjum og vinna riðilinn sinn um leið og þeir skora í hverjum leik. Þeir eru lið sem missti þjálfarann sinn rétt fyrir mót og við tók maður sem enginn átti von á að væri til skoðunar.


Mér finnst þeir fínir og þeir sýndu það gegn Svíum að þeir hafa líka öll tök á því að spila hratt og sækja stíft. 


Ég veit ekkert hvort þeir komast í gegnum næsta andstæðing enda Ítalir vel sjóaðir í árangurstengdri taktík í fótbolta. En ég veit að Englendingar hafa í þessu móti valið sér taktík eftir stöðu sinni og andstæðingi hverju sinni.


Spilað á styrkleikum sínum en ekki andstæðinganna. Og náð árangri….


Hvað vilja menn meira?


Röggi



Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Eitthvað voru Englendingar nú langt frá því að vera flottir á móti Ítölum…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur