Laugardagur 23.06.2012 - 19:37 - Rita ummæli

„Frávísun er ekki sýkna“


Ég var á röltinu í miðborg höfuðstaðarins í dag og sá hvar skilin höfðu verið eftir skilti við hús héraðsdóms. Druslugangan hugsaði ég og las á skiltin og rak augun í þetta. Frávísun er ekki sýkna.


Ég velti því fyrir mér hvernig land þeir vilja byggja sem trúa þessu. Hvað er frávísun ef ekki sýkna? Hvernig viljum við leggja mat á það hvenær menn eru sekir eða sýknir? Er það minni sýkna að vera ekki ákærður heldur en að vera sýknaður eftir ákæru? Eða er það kannski bara þannig að ef tiltekinn hópur trúir því að einhver sekur er ekki nokkur leið fyrir viðkomandi að teljast saklaus?


Að mínu viti eru ekki til mjög margar leiðir fyrir okkur til þess að skera úr um sekt eða sakleysi. Besta leiðin til þess er að fá hlutlausa rannsóknaraðila til að kanna hvort tilefni er til ákæru. Komi til hennar er fínt að fá dómstóla til þess að fjalla um málið og dæma út frá þeim lögum sem löggjafinn hefur útbúið.


Hvaða system annað er betra? Sumir tala þannig að ekkert sé að marka niðurstöður dómsstóla í vissum málaflokkum og því sé ekki hægt að styðjast við þá og vilja frekar halda úti dómstól götunnar sem ýmsir halda af óskiljanlegum ástæðum að sé óskeikull og sanngjarn. Það eru einhver mestu öfugmæli sem ég man eftir.


Frávísun er auðvitað sýkna og menn eru klárlega saklausir uns sekt sannast. Þetta gildir um alla alltaf of allsstaðar og ekki nokkur ástæða til þess að gefa afslátt af þessum sannindum. 


Ég ber líka virðingu fyrir því grundvallaratriði að betra sé að tveir sekir gangi lausir en einn saklaus sitji inni. 





Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur