Nú vitum við það sem við vissum allan tímann að félagi Ólafur Ragnar fer hvergi. Þessi umdeildi stjórnmálamaður hafði lítið fyrir því að halda veikum frambjóðendum fyrir aftan sig.
Þá sjaldan að málefni komust á dagskrá baráttunnar opinberuðist skýrt hversu yfirborðskenndar skoðanir frambjóðendur höfðu á embættinu. Skoðanir sem byggðust mest á þvi hvað frambjóðendur töldu söluvænt en minna um það hvað stjórnarskrá og stjórnskipan segir.
Þóra Arnórsdóttir fékk fljúgandi start áður en baráttan hófst og þá lék allt í lyndi. Svo brast á flótti og hún kepptist við það að finna sér skoðanir sem gætu skilað atkvæðum.
Hún reyndi að höfða til þeirra sem ekki vilja pólitík á Bessastaði um leið og hún hamaðist við að afneita sjálfri sér í fortíð og nútíð.
Rita ummæli