Þriðjudagur 03.07.2012 - 18:56 - Rita ummæli

Það er með mig eins og marga að þessa dagana verður manni mjög hugsað um fjölmiðla. Fagmennsku þeirra og eftir atvikum hlutleysi. Eða öllu heldur skort á fagmennsku og hlutleysi.


Hér áður voru blöðin flokksblöð og því ekki gerð hlutleysiskrafa til þeirra. Í dag þykjast blöðin vera hlutlaus nema ef vera skyldi Mogginn sem kannast við oft sjálfan sig.


Fjórða valdið. Fjölmiðlar eru fjórða valdið að mér skilst en ég hef reyndar grun um að þeir séu eitthvað ofar í röðinni á stundum. Að fara með slíkt vald er ekki öllum gefið. 


Stundum er talað um að stjórnmálamenn sitji of lengi og að völd spilli ekki síst þegar menn sitja lengi að þeim. Er ekki hægt að setja fleirri starfstéttir inn í þessa jöfnu? 












Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur