Eitt af því sem var fyrirséð þegar við fengum þessu hreinu vinstri stjórn til valda var að skilin á milli hægri og vinstri hlutu að skerpast. Nú dugur ekki lengur að nota gamla frasann um að sami rassinn sé undir öllum í pólitík.
Þetta þóttu mörgum slæm tíðindi en ekki mér. Það er munur á milli og kostir og gallar hægri vinstri þvers og kruss sem við rífumst um okkur til dægradvalar með okkar innlendu aðferðum sem við köllum svo fyrir skemmtilegan misskilning rökræður.
Einn angi þessarar þróunar er að nú koma ýmsir úr felum sem hafa gert út á faglegt hlutleysi. Þetta er hvergi eins áberandi augjóst og í tilfelli fjölmiðla sem hirða sífellt minna um „hlutleysið“ og „óháið“ en áður og fyrr.
En þetta sést víðar. Stefán Ólafsson stjórnmála og fræðimaður hefur fellt grímuna undanfarið. Það er vel og til eftirbreytni en lengi hefur það þótt fínt í okkar fræðimannasamfélaqi að gera út á hlutleysi en jagast fremur í þeim fræðimönnum sem hafa haft upplýstar pólitískar skoðanir.
Sem er stórmerkileg nálgun á allan máta. Það er því full ástæða til þess að fagna þessu en eitthvað er meðgangan með þessari opinberum fræðmannsins kvalafull fylgismönnum hans sumum sem nú fara allnokkurn.
Það er í prinsippinu talsverð frétt þegar einn helsti fræðimaður okkar gerist skyndilega stórpólitískur í opinberri umræðu. Og það getur bara vel verið að það setji sumt af því sem hann hefur unnið að á undangegnum árum í nýtt samhengi. Af hverju ekki??
Þetta er ekki gamaldags hægri vinstri fætingur. Bévítans rétttrúnaðurinn ríður sem fyrr ekki við einteyming.
Röggi
Rita ummæli