Gaman að sjá að málsmetandi menn hafa skyndilega mikinn áhuga á því hvernig afkomutölur fjölmiðla eru. Einnig nýtist áunnin óbeit höfundar á útgerðarmönnum honum vel við skrifin og veitir innblástur án þess þó að það geri umræðunni nógu mikið gagn.
Í nýlegri sögu okkar hafa endutekið komið upp dæmi um gríðarlegar afskriftir og kennitöluæfingar með fjölmiðla og meira að segja falið eignarhald árum saman án þess að það raskaði ró sumra með áberandi hætti.
Jú reyndar, þegar þeir sem áttu skuldir moggans afskrifuðu hluta þegar nýjir eigendur tóku við. Þá görguðu þeir á torgum sem áður höfðu þagað þunnu hljóði….
Og gera hvorutveggja enn eftir behag.
Röggi
Rita ummæli