Laugardagur 14.07.2012 - 22:05 - Rita ummæli

Stefán Ólafsson stjórnamála og fræðimaður er handhafi sannleikans. Slíkir menn hafa í gegnum söguna reynst misjafnlega…. 


Í viðtali í DV talar hann eins og frelsandi messías sem ákvað loks að opna munninn til að frelsa okkur frá vondum hægri mönnum sem tala of mikið og hafa skoðanir sem Stefán tekur ekki mark á. Auk þessa klínir hann þöggunarstimpli á fólk eftir þörfum. 


Reyndar benda skoðanakannanir til þess að þjóðin vilji eindregið láta bjarga sér frá vinstri mönnum eins og honum sjálfum en það er annað mál. 

Þetta er góð aðferð. Að afgreiða rökræður um mikilvæga fræðigrein með þessum hætti er að mínu mati hin fullkomna uppgjöf og málefnalegt gjaldþrot. 

Bara að fleiri þjóðir ættu svona fræðimenn sem vita allt og ekki þarf að rökræða neitt um þeirra nálganir og eða aðferðafræði. 

Ég get í sjálfu sér ekki sett mig upp á móti því sérstaklega að fræðimaðurinn skuli afhjúpa sem með þessum hætti og gerast stjórnmálamaður enda er það alþekkt að fræðimenn hingað og þangað séu þekktir fyrir pólitíska stöðu.

Út frá þeirri stöðu taka þeir svo virkan þátt í gagnlegum rökræðum en Stefán Ólafsson er ekki þannig fræðimaður. Hann gerir sér enn upp hlutleysi fræðimannsins og er auk þess að tala um staðreyndir en þeir sem eru honum ósammála eru vondir menn sem kæra sig ekki um staðreyndir.

Ég held að Stefán ætti að skipta um rullu og fara að kannast við sjálfan sig.  Það styrkir hann en veikir ekki og svo ætti hann allra helst að reyna að halda styrk til þess að taka þátt í rökræðum um hans eigin verk en ekki afgreiða gagnrýni á hana eins og geðstirður áróðursmeistari.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur