Fimmtudagur 09.08.2012 - 19:08 - Rita ummæli

Bjarni Benediktsson gerir því skóna að ríkisstjórnin sé að spila taktík þegar hún ítrekað lætur það til sín spyrjast að skattahækkanir séu í pípum og dragi þær svo að einhverju leyti til baka eftir mótmæli hagsmunaaðila og nái sér með því í punkta hjá sumum.

Ég er ekki viss um þetta og hallast fremur að því að hér sé ekki spiluð taktík. Það er nefnilega þannig að í grunninn hafa þeir sem stýra ríkisstjórninni þá hugsjón öðrum sterkari að skattar séu eina leið ríkissins til að afla tekna. 

Sem leiðir það svo eðlilega af sér að þegar einhver starfsemi hvort heldur sem hún er einkarekstur hvers og eins eða atvinnu sýnir bætta afkomu þá kemur ríkið og gerir þessa bættu afkomu allt að því upptæka. 

Einmitt til þess að afhenda stjórnmálamönnum til ráðstöfunar. Þeir hafa sýnt það alla tíð að þeir kunna ekki að fara með kaleikinn. Refsum þeim sem standa sig vel með skattlagningu sem hækkar ráðstöfunartekjur ráðherra um stund áður en skattarnir kæfa allt á endanum.

Kannski er þetta taktík því auðvitað er sniðugt að „hækka“ skatta og „lækka“ þá svo áður en hækkunin tekur gildi og gera sér upp skilning á stöðunni.



Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur