Sunnudagur 12.08.2012 - 10:52 - 1 ummæli

dv.is fjallar um bíóferð

Algerlega geggjuð „frétt“ á dv.is blasti við augum mínum áðan. Það er engin frétt hvort Egill Helgason fer í bíó og enn síður hvort honum endist áhugi fram að hléi eða allan tímann.

Enda virðist þessi frétt vera einhverskonar tæki til þess að fjalla um og koma persónulegu og pólitísku höggi á annan mann sem hefur skoðanir sem hann viðrar á facebook á þessum stórviðburði í lífi Egils.

Hvað fer í gegnum blaðamannshugann þegar svona rusl er skrifað? Hvaða hæfniskröfur þurfa þeir að standast sem fá vinnu við fjölmiðil til þess að „búa“ til svona? 

Fagmennska er undantekning þegar dv.is á í hlut og algerlega valkvæður hlutur. Þessi della á að vera kennsluefni í fjölmiðlafræði og væri í raun hlægilegt ef maður vissi ekki að á bak við „fréttina“ af manninum sem sagði skoðun sína á bíóferð Egils sem er reyndar „tilefni“ skrifa dv.is…..

…er því miður hugsun sem einhver á dv heldur að sé normal fjölmiðlun. 

Röggi




Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Dv er enn að reyna að telja fólki trú um að snepillinn sé ópólitískur. En viðkvæmnin við gagnrýni og ritskoðunaráráttan kemur upp um tilganginn. Allt dálítið klökkt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur