Fimmtudagur 23.08.2012 - 21:35 - 2 ummæli

Hatursfull ummæli Björns Vals

Ekki er að því að spyrja þegar Björn Valur tekur til máls. Þá er talað stórt og DV fær fyrirsögn. Nú hefur hann bannfært útvarpsstöð sem gerðist svo bíræfin að boða til umræðu menn sem félagi Björn Valur telur vonda hægri menn og þá sjálfkrafa með ónýtar skoðanir.

Og þar af leiðandi dagskrárgerðarfólkið með hatursfulla afstöðu. Fyrirmyndir þingmannsins í gamla austrinu kæmust við yrðu þeir vitni að málflutningum standandi í stórræðunum við að loka inni listamenn sem gerast sekir um svipað hátterni.

Líklega telur félagi Björn Valur að eini almennilegi miðillinn sé smugan enda eru þeir sem þar ráða með stimplað kort og réttar skoðanir. Og vita auk þess að gagnrýni á ríkisstjórn að ég tali nú ekki um aðalritarann er ekki rétt söguskoðun.

Það er svo einmitt félagi Björn Valur sem elur með sér hatur og hefur uppi stóryrði til þeirra sem eru honum ekki samstíga í skoðunum. 

Í mínum huga er Björn Valur óþarfur og gagnslaus öðrum en léttsiglandi fjölmiðlum í leit að söluvænum fyrirsögnum. 

Hann eitrar umræðuna og dregur niður á plan sem margir helstu fylgismenn hans þykjast vilja eyða þegar aðrir missa sig. Björn Valur kann ekki að vera ósammála fólki og bera virðingu fyrir þeim sem sjá hlutina öðrum augum en hann sjálfur.

Reyndar er það rétt hjá félaga Birni Val að fjölmiðlar gera allt of mikið að því að smala saman fólki með sömu skoðanir og kalla það svo rökræðu. En það er svo langt frá því að bylgjan sé þar eina dæmið.

Enda er það svo að í fyrradag hafði félagi Björn Valur ekki þessa skoðun á því útvarpi. En við sjáum að ekki tekur langan tíma að falla í ónáð og kalla yfir sig dónaskap og fúkyrði hins rétthugsandi stjórnmálamanns.

Félagi Björn Valur hefur ekkert á móti þvi að fólk sem hefur sömu skoðanir hittist í útvarpi. Hann vill bara að það fólk hafi réttar skoðanir.

Það liggja ekki flóknari tilfinningar að baki þessari nýjustu vanstillingu kallangans.

Röggi





Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    en hvað þetta var allt heimskulegt fruss í þér. Þvargar bara um hvað Björn Valur sé þér lítt þóknanlegur, en tekur enga afstöðu til þess sem hann sagði, þ.e. hvort Ólarnir tveir séu málefnalegir eða í ruglinu. Gettu hvað, þú ert sjálfur mun ömurlegri skítapési heldur en Björn Valur nokkurntíma

  • Anonymous

    Hvernig væri nú að hlusta á viðtalið við Ólafana tvo og hvernig þáttastjórnendur hegðuðu sér. Hlutldrægari stjórnendur hef ég aldrei heyrt fyrr og það í fjölmiðli sem þykist taka sig alvarlega. Í stað þess ertu með illa innrætt og heimskulegt blogg þar sem þú hjólar í mann sem er þessu viðtali algjörlega óviðkomandi. Að hlusta á Ólafana tvo var bara mjög, mjög sorglegt. Og enn sorglegra að hlusta á þáttastjórnendur tóku undir bullið í þeim. Þeir voru með einstaklega rætnar árásir á menn innan núverandi ríkisstjórnar og verk hennar og þeirra innlegg var einungis til að ala á hatri á núverandi stjórnvöld. Ekkert annað. Frasakennt haturkennt bull sem sést iðulega á síðum Moggans og ekki ólíkt lélegri færslu þinni.Góðar stundir,Kristján Kristinsson

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur