Laugardagur 01.09.2012 - 23:31 - Rita ummæli

Við erum með allskonar system. System sem löggjafinn hefur smíðað handa okkur eftir að mig langar að halda nokkra yfirlegu. Þingmennirnir okkar semja reglur fyrir þjóðina og búa í leiðinni til hinar og þessar stofnanir sem þeir ætla að fylgjast með því hvort borgararnir fari eftir reglunum.

Svo höfum við apparat sem rekur sjoppuna, ríkisstjórn, eftir þeim lögum sem þingið setur og þar á milli er eldveggur eins og allir vita! enda valdinu þrískipt hér á landi til þess að tryggja að aðilar sitji ekki hringinn í kringum borðið. 

Svo þegar við þurfum að fá úr því skorið með afgerandi hætti hvort einhverjum verður á í messunni gagnvart lögum höfum við dómsvald sem einnig er alveg sjálfstætt fyrirbrigði óháð hinum tveimur. 

Einn hængur er þó hér á því löggjafi og framkvæmdavald eru sami hlutur í þessu elsta lýðræðisríki heims og þetta vald skipar svo dómara eftir pólitískum smekk hverju sinni. 

Svo höfum við umboðsmenn skuldara og alþingis. Ríkisendurskoðun höfum við og hinar og þessar úrskurðarnefndir þar sem sitja vinir og vandamenn þeirra sem settu leikreglurnar. Eftirlitsbransinn á Íslandi er alvöru bransi sem kostar nokkrar þúsundir milljóna á hverju ári að reka.

Þegar ráðherrar gerast brotlegir við lög í þessu landi þurfa þeir ekki að hafa af því neinar áhyggjur. Vissulega þurfa þeir að verja sig fyrir dómi en niðurstaðan skiptir í raun engu máli. Hér verður enginn þrýstingur….

Það eina sem Ögmundur þarf að hafa áhyggjur af dæmdur ráðherrann er það hvort hann hafi nægilegan pólitískan styrk til þess að formaðurinn hans hafi ekki efni á því að láta hann fjúka. 

Ögmundur hefði ekki nokkrar áhyggjur af því þó heil löggjafarsamkoma færi á hliðna vegna málsins. Formaðurinn hans ræður öllu þar. 

Umræðan um þetta brot Ögmundar snýst á fáránlegan hátt um það hvort hans eigin formaður sem er bæði löggjafi og framkvæmdavald vill að hann fari. Hvurslags system er það?

Ríkisstjórnin er þingið og þingið ríkisstjórnin. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur