Miðvikudagur 05.09.2012 - 22:29 - Rita ummæli

Meiðyrðamál er dálítið sérstök mál alltaf. Hver og einn einasti maður getur höfðað mál gegn hverjum þeim sem ákveður að tjá sig opinberlega um viðkomandi. Það er sálfsagður réttur hvers og eins.

Meiðyrðamál er fátíð sem betur fer en það er án efa ekki vegna þess að þeir sem hafa sig í frammi í umræðunni séu alltaf til fyrirmyndar. Miklu frekar vegna þess að þetta eru leiðindi sem gera kannski ekki annað en að endurtaka ummælin sem meiddu í upphafi. 

Svo gerist það nú reyndar oft að þeir sem viðhafa hin mögulega meiðandi ummæli biðjast afsökunar og draga til baka og þá er í prinsippinu ekki lengur ástæða til þess að fá menn dæmda til þess einmitt að gera ummælin ómerk. 

Nú er bloggarinn Teitur Atlason ákærður fyrir meiðandi ummæli í garð Gunnlaugs Sigmundssonar. Sá sem ákærir hefur fullan rétt til þess eins og hver annar. Sumir leggja þó mikið á sig til að reyna að komast að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki og vilja blanda inn í þær pælingar fjárhagslegri stöðu þessara manna. Þær pælingar halda auðvitað ekki vatni…..

Lögfræðingur Teits reynir eðlilega að halda fram sakleysi skjólstæðings síns og telur að ummæli Teits geti vart talist meiðandi því aðrir menn hafi talað um Gunnlaug lengi og óvarlega að hennar mati.

Áhugaverð röksemdafærsla en bragðdauf. Ákærði er ekki kærður fyrir ummæli sem aðrir kunna að hafa viðhaft. Einnig finnst mér áhugaverð hugsun að einhver geti verið saklaus vegna þess að hann hafi í raun verið að gera það sem margir aðrir hafi hugsanlega líka verið að gera. Ekki vildi ég sauma þá röksemd inn í öll sakamál…..

Mörgum finnst þessi löggjöf heimskuleg og óþörf og víst er að ég öfunda dómara ekki af því að vinna niðurstöður í þessum málum. 

En við verðum fjandakornið að hafa möguleika til þess hvert og eitt að verja mannorð okkar teljum við einhvern gera að því atlögu opinberlega. 

Stuðningsmenn Teits mega vitaskuld hafa allskonar skoðanir á málinu og halda fram sakleysi síns manns. En ekki er nokkurt gagn af umræðu sem gengur út á það að Gunnlaugur hafi ekkert upp á dekk með þessa ákæru.

Röggi


Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur