Margir áhugaverðir vinklar eru á meiðyrðamáli Gunnlaugs Sigmundssonar á hendur bloggaranum Teit Atlasyni. Allskonar hefur verið sagt og ritað um þetta mál.
Sumir þola Gunnlaug alls ekki af ástæðum sem skipta hreint engu máli þegar rætt er um það hvort menn eigi rétt til þess að verja mannorð sitt með tilvísan í meiðyrðalöggjöfina.
Meira að segja bullandi ósympatískir menn hafa að sjálfsögðu ekki minni rétt en þeir“góðu“. Við verðum að standa klár á því.
Lögfræðingur Teits beitti þeirri snörpu vörn hafi ég skilið rétt að úr því að mál Gunnlaugs hafi verið til umræðu lengi þá sé af þeim ástæðum ekki mögulegt að fremja meiðyrði.
Vonandi verða þetta ekki rökin sem sýkna Teit því ekki vildi ég máta þessi rök við öll sakamál. Ekki dugir að benda á að aðrir séu líka þetta eða hitt.
Allir eiga að hafa sama rétt fyrir lögum og þegar mér finnist einhver alveg glataður hef ég auðvitað fullan rétt til þess að halda þvi fram og velja mér til þess þau orð sem henta mér.
Ég þarf bara að vera með það á hreinu að fara ekki í fýlu ef viðkomandi telur orðin mín standa nærri mannorði sínu.
Þannig eru leikreglurnar og ég veit ekki hvernig þær geta verið öðruvísi.
Röggi
Rita ummæli