Miðvikudagur 12.09.2012 - 23:49 - Rita ummæli

Umsjónarmaður spegilsins Jón Guðni held ég að hann heiti nefndi það í kvöld að í gær hefði þátturinn fengið hagfræðinginn Þórólf Matthíasson til þess að lesa í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. 

Það væru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér ef speglinn hefði misst af því að fá Þórólf til verksins. Hann er svo oft kallaður til að það er í raun að verða tæknilegt álitamál hvort hann fer ekki að teljast einn af stjórnendum þáttarins.

Það er einstaklega metnaðarfullt að fá Þórólf til að gagnrýna þetta frumvarp. Líklega má halda því fram að engir tveir menn hér á landi hugsi eins um hagfræði og þeir tveir hann og Steingrímur Sigfússon.

Þórólfur væri aftur á móti kjörinn kynningarfulltrúi frumvarpsins og einarður baráttumaður fyrir flest það sem Steingrím og Indriða hefur dottið í hug.


Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur