Sunnudagur 16.09.2012 - 23:14 - Rita ummæli

Íþróttir eiga enga fulltrúa á þingi. Enginn stjórnmálaflokkur virðist vera með skýra stefnu í málinu. Sem er merkilegt þvi ÍSÍ er að ég held stærstu samtök landsins. Af einhverjum ástæðum verður samt enginn þrýstingum á að gera málaflokknum hærra undir höfði. 

Ráðherrar mennta og íþrótta hafa alltaf verið ráðherrar sem lítinn áhuga og skilning hafa á gildi íþrótta. Þeir hafa hins vegar haft mikinn skilning á því að það er gott mál að láta aka sér út á flugvöll og taka á móti afreksfólki okkar þegar það hefur náð árangri erlendis.

Þá vantar ekki áhuga á að stilla sér upp með krökkunum og baða sig í sviðsljósinu og halda ræður um gildin og fyrirmyndirnar og hvað það heitir nú allt sem ráðherrar halda að hljómi vel á svona stundum.






Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur