Sunnudagur 16.09.2012 - 22:53 - Rita ummæli

Íþróttir eiga engan fulltrúa á alþingi. Þær eiga engan stuðning hjá neinum flokki og skilningur innan ríkisstjórnar á gildi íþrótta er varla mælanlegur.

Ég veit ekki hvort þetta er akkúrat svona en þannig lítur þetta út fyrir sumum þessi misserin. Hlutur ríkissins þegar kemur að útgjöldum íþróttasambandanna er hlægilegur. 

Listamenn fyrtast við ef fulltrúar stærstu samtaka landsins, ÍSÍ, voga sér að bera saman framlög til menningar og íþrótta. Af hverju er það ekki marktækur samanburður?

Ég legg til að stjórnmálamenn hætti að keyra út á flugvöll þegar sá hluti íþróttamenningar okkar sem heitir afreksfólk skilar sér heim með verðlaun um háls. 

Árangur okkar fólks er sannarlega afburða ár eftir ár í hverrri greininni á eftir annarri. Það gerist þrátt fyrir smánarlega aðkomu fjárveitingavaldsins að íþróttum. 










Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur