Þriðjudagur 16.10.2012 - 00:36 - Rita ummæli

Umræðan um kosningarnar um tillögur hins umdeilda stjórnlagaráðs tekur á sig kunnuglegar myndir. 

Lítill minnihluti þjóðarinnar tók þátt í kosningu til þessa ráðs sem svo reyndist ólögleg. Þá tók við farsakennd atburðarás sem í framtíðinni verður ekki kennd við neitt minna en Íslenska drullumallspólitík. Það var þegar ríkisstjórnin ákvað að gera þetta umboðslitla apparat andanþegið almennri löggjöf og skipa það samt.

En gott og vel. Tillögur ráðsins liggja nú fyrir og sitt sýnist hverjum. Stuðningsmenn niðurstöðunnar sem allmargir telja sig þinglýsta eigendur lýðræðislegra skoðana fara mikinn í málflutningi sínum og telja að þeir sem ekki hafa rétta skoðun séu þar með án frekari umsvifa eða umræðna óvinir lýðræðis og andsnúnir breytingum á stjórnarskrá.

Hvorki má hafa skoðun á aðferðinni sem beitt er né innihaldinu. Málefnaleg umræða meðla almennings er lítil sem engin. Þeir sem voga sér að reyna að hafa ígrundaða afstöðu sem ekki passar við rétttrúnaðinn eru skotnir í kaf án umræðu sem vondir menn með vondar skoðanir. 

Þeir eru til sem telja að það sé sniðug aðferð að breyta stjórnaskrá með hvaða hætti sem er bara ef breytingarnar henta þeirra eigin skoðunum. Hvort margir koma að því eða að sátt ríki um málið er aukaatriði víða. 

Þetta fólk sumt lítur á þetta debat sem einn einn hanaslaginn á hinum pólitíska vígvelli. Þar er sigurinn aðeins fenginn með einum hætti. Nefnilega að hafa „hina“ undir no matter what.

Og umræðan ber þessa víða merki. Með markvissum hætti höfum við komið okkur upp þeim fáránlega kúltur hér að besta leiðin til þess að rökræða sé að fara alltaf í manninn og sleppa rökræðum um það sem maðurinn segir. 

Því miður ætlar þetta stóra og umdeilda mál að verða afdalamennskunni að bráð. Það er vegna þess að þeir sem vilja fylgja tillögum hins umboðslitla stjórnlagaráðs hafa ekki þrek til þess að þola öðrum að sjá hlutina öðrum augum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur