Föstudagur 16.11.2012 - 00:56 - Rita ummæli

Við eigum besta menntakerfi í heimi. Þetta höfum við alltaf vitað enda verið dugleg að segja þetta við hvert annað. 

Stöku úrtölumenn hafa reynt að rökræða þetta og bent á kannanir erlendar sem mæla námsárangur barna – pisa- en niðurstöðum slíkra kannana hefur að jafnaði verið hafnað. Þá gjarnan á þann hátt sem við gerum oft þ.e. að svona kannanir séu ekki marktækar vegna einhverrar ímyndaðrar sérstöðu okkar meðal þjóða heims.

Nú hefur starfshópur undir forystu Skúla Helgasona skilað mjög merkilegu plaggi frá sér. Starfshópur um samþættingu menntunar og atvinnu. Vönduð vinna og metnaðarfull.

Við erum ekki með nógu gott menntakerfi. Það er dýrt og þar vinnur án nokkurs vafa mjög gott fólk en það er ekki skilvirkt og skilar okkur alls ekki því sem við eigum að gera kröfu til að það geri.


Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur