Sunnudagur 25.11.2012 - 12:41 - Rita ummæli

Það er kannski ekki fallegt að gleðjast yfir óförum annarra. Þegar ég stilli mér upp andspænis einhverjum í pólitík er það ekki á persónulegum nótum, öðru nær.


Ég verð þó að segja að mér finnst það merki um heilbrigði þegar hinn almenni flokksmaður í VG hafnar Birni Val Gislasyni. Forysta flokksins hefur valið honum stað framarlega og hann hefur gert sig breiðann. 

Framkoma hans og stíll í samskiptum og orðræðu gengisfelldi ekki einungis hann heldur þingið í heild. Hann kom sér í þá stöðu að ekki var lengur tekið mark á hans innleggi. 

Vel má vera að þeir sem eru í meirihluta geti farið fram með dónaskap og kjafthætti í skjólinu sem yfirburðirnir gefa. Sú stundargleði skilar mönnum þó ekki neinu til lengri tíma litið. 

Ég efast ekki um að Björn Valur er mannkostapiltur en ég verð að segja að í prófkjörinu fær hann makleg málagjöld. Og vonandi eru þetta skilaboð til þingsins um að við viljum ekki orðræðu kaldastríðs og virðingarleysis.

Orðræðu sem skilar engu. Við viljum að aðilar geti deilt og verið ósammála en að fólk kunni þó að umgangast hvert annað af virðingu. 

Þar hefur Björn Valur átt allt ólært. VInandi eru þetta skilaboð til þeirra sem vilja horfa fram á veginn og til nýrra viðhorfa að við viljum ekki gamla taktinn, þar sem andstæðingar eru ekki virðingarinnar virði. 

Röggi




Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur