Miðvikudagur 28.11.2012 - 23:20 - Rita ummæli

Já sko,

Þeir eru seigir Marshall og Guðmundur Steingrímsson. Augun eru að opnast þegar þeir núna skilja hvað skattlagning þýðir. Batnandi mönnum er best að lifa.

Þegar fyrrverandi fjármálaráðherra kynnti fyrirhugaða skattahækkun á ferðaiðnaðinn varð öllum ljóst að hún og hennar samstarfsfólk skilur ekkert hvað þau eru að gera. 

Fyrst var talað um að greinin skilaði ekki virðisauka til ríkissins. Það var og er auðvitað stórmerkileg hugsanavilla en inngróin of mörgum. Greinin var í svo örum vexti að hún fékk vask til baka. 

Það þýðir alls ekki að hún skili ekki sínu, enda er virðisaukaskattur lagður á viðskiptavininn en ekki fyrirtækið. Þeir sem ekki skilja um hvað þetta snýst ættu allavega ekki að verma ráðherrastóla.

Sumir þeir sem liggja til vinstri í pólitík geta ekki vanið sig á þá hugsun að fyrirtæki þurfa að skila hagnaði til þess að geta vaxið og dafnað, öllum til heilla. Hagnaður er vont orð í þeirra munni, lengi kallað arðrán.

Illa fengið fé vondra manna og þess vegna er ráðist í það aftur og aftur að gera hagnað atvinnulífsins upptækann með skattaæði.

Hagnað sem í þessu tilfelli er notaður er til þess að efla greinina. Fjölga ferðamönnum og fjárfesta. Og síðast en alls ekki síst…

Skapa atvinnu og stækka skattstofna.

En nei, Steingrímur og Indriði ætla að sjá um það fyrir okkur. Og taka þess vegna eins mikið af aurunum til sín hvort heldur þeir eru frá fyrirtækjum eða einstaklingum og mögulegt er. Og ekki skortir þá hugmyndirnar þeir gömlu austantjaldsgaurar.

Í þessu einstaka tilfelli er sérlega illa farið með greinina því hún vinnur langt fram í tímann með viðskiptavini sína. Því má í raun segja að ákvörðun um að hækka skatta sé bæði aftur og framvirk. 

Og allir tapa, bæði til langs og skamms tíma.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur