Laugardagur 01.12.2012 - 10:54 - 13 ummæli

Gagnsleysi Egils Helgasonar

Í orðræðunni er sumir menn mikilvægari en aðrir. Engu skiptir þó gaurar eins og ég þusi og fjargviðrist seint og snemma. Öðru máli gegnir um menn eins og Egil Helgason.

Hann heldur úti bloggsíðu vinsælli og hefur líka til umráða sjónvarpsþátt vikulegan. Egill Helgason skiptir máli. Þess vegna ætti hann að finna til ábyrgðar sinnar.

En það gerir hann sjaldan. Egill vill að jafnaði vera í sigurliðinu. Það sáum við árum saman fyrir hrun þegar hann dansaði létt meðfram og með útrásinni og þeir sem ekki fundu sannleikann þar áttu fótum fjör að launa.

Egill Helgason er orðinn latur. Hann virðist vera orðinn of sæll í sætinu. Og annað hvort nennir ekki að hugsa út fyrir pólitíska boxið sitt eða langar ekki til þess. Nema hvoru tveggja sé.

Jóns Steinar fyrrum hæstaréttardómari skrifar afar áhugaverða grein um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni. Þessi grein er ekki bara merkilega af því að Jón Steinar og Baldur er vinir heldur ekki síst vegna þess að í greininni vegur Jón Steinar allverulega að hæstarétti.

Og gerir metnaðarfulla tilraun til þess að nota málefnleg rök og tilvitnanir í löggjöf um málefnið. Þetta er í raun stórfrétt enda ekki á hverjum degi sem þetta gerist.

En Egill Helgason sér það ekki. Hann fer bara í manninn og hefur ekki þrek til þess að hugsa lengra en hans pólitíska nef nær. Liklega vegna þeirra fötlunar en kannski vegna þess að hann kann ekki lengur að taka neina slagi.

Mögulega mun hann nefna þetta í þættinum sínum í góðra vina hópi fólks sem hefur sömu skoðun og hann. Allsstaðar yrði grein sem þessi mönnum í stöðu Egils Helgasonar tilefni til þess að rumska og hreyfa við málinu.

Skoða það gagnrýnið og kafa ofan í málefnalega með aðstoð sérfræðinga. Og þá hugsanlega manna sem ekki hafa skýra og opinbera andúð á þeim sem kemur með gagnrýnina.

Egill Helgason er eiginlega að verða varðhundur kerfisins. Sérstaklega ef gagnrýni á stofnanir og ríkissvald kemur frá hægri.

 Egill Helgason er fjórða valdið, en hann notar það einungis til þess að verja það sem honum sjálfum hentar og gleymir mikilvægu hlutverki sínu.

Hann er hættur að þora að ögra sjálfum sér. Hann er að verða gagnslaus hann Egill. 

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Anonymous

    Nú mun Baldur fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu eins og fram kom í fréttum fyrr árinu. Það er stóra fréttin í málinu. Hvort Jón Steinar skrifar eitthvað eða ekki er minna mál. Hann hefur áður Deilt á dómarann í bókum en fremur fáir hafa veitt því athygli en þá helst fyrir þá sök að málin sem Jón Steinar skrifaði um voru mál hans sjálfs. Hér er skjalið sem skiptir málið; http://www.visir.is/assets/pdf/XZ127532.PDF

  • Anonymous

    Þetta er eins og mælt úr mínum munni. Egill er orðinn latur og á að hætta.

  • Anonymous

    Jesús minn þetta Silfur Egils er helgi eftir helgi fullt af vinstri mönnum….alltaf sama þreytta vinstra liðið……Lára Hanna, Eiríkur Bergmann, Þorvaldur Gylfa, etc……..ruv er orðið sláandi vinstri sinnað að það nær ekki nokkurri átt….spegillinn er annað dæmi þar sem Sigrún Davíðsdóttir kemur með hvert bullið á fætur öðru…….nú er kominn tími á að hreinsa út úr Rúv og gera þetta að hlutlausum fjölmiðli.

  • Anonymous

    Það er svo merkileg með þessa aumingjasns fjölmiðlamenn, þeir geta flokkað heilu stéttirnar sem erindreka hinna og þessara aðila en svo þegar kemur að þeim sjálfum þá fussa þeir og sveija, hvernig dettur fólki í hug að þeir fjölmiðlamenn geti verið annað en hlutlausir !!!! Þetta sé þvílík fásinna að annað eins fyrirfinnist ekki.. Svo flykkist þetta pakk ummvörpun á þing, oftar en ekki í flokki með því fólki sem það tók „hlutlaus“ viðtöl við, skrifaði „hlutlausar“ greinar um. En þetta eru náttúrulega miklu betra fólk en við öll hin enda eina stéttin í landinum sem getur unnið eftir siðareglum skv. þeim sjálfum þe.

  • Anonymous

    Þáttur Egils er algjörlega staðnaður og aftur og aftur kemur í ljós að stjórnandinn hefur ekki hundsvit á umræðuefninu.Metnaðarlaus og staðnaður.Þessi þáttut hlýtur að fara af dagskránni.Algjört drasl.

  • Anonymous

    Nei, en fyndið, hér njugga innræktaðir sjallar og ákafir aðdáendur hrunvaldanna sér upp við hver annan í vanþóknun yfir að dæmdir þjófar úr þeirra röðum séu ekki látnir njóta sannmælis. En notalegt.

  • Anonymous

    Spurning hvort Baldur fái ekki málverk af sér hengt upp í valhöll, sem sérlegur píslavottur Sjálfstæðisflokksins? Georg Georgsson ( Gosi)

  • Anonymous

    Nú frystir í víti því ég er sammála síðuhaldara.

  • Anonymous

    Common:Egill er afar stimamjúkur þjónn valdsins með næma tilfinningu fyrir hvað því sé þóknanalegt á hverjum tíma.Frá því að þessi ríkisstjórn tók við halar ekkert inn prik hjá valdinu eins og að sparka, klóra og bíta í allt það sem mögulega hægt er að tengja Davíð Oddssyni og hans ómögulega flokki – Sjálfstæðisflokknum.Svo Egill sparkar, klórar og bítur.Og fær útborgað.

  • Anonymous

    „Heimsreisa“ Egils Helgasonar um íslenskan fjölmiðlaheim er um margt merkileg en um leiðs sorgleg…Man eftir afbragðs fjölmiðlamanni á Skjá einum sem hikaði ekki við að fara í allt og allaÍ gegnum árin hefur hinsvegar stjarna og kannski „hungur“ Egils dvínað, þetta er orðið meira eins og hans lifibrauð og að því að manni skilst velborgað og í seinustu tíð fjármagnað af skattborgurum þessa lands!Orðinn svo hundleiður á eilífum innflutningi erlendra spekúlanta sem þykjast vita allt og svo hinum innlenda „Já-kór“ Egils sem mætir reglulega í settiðÞetta hefur valdið því… að seinustu misseri hefur maður ekki einu sinni nennt að horfa á Silfur Egils, enda enginn tilgangur með því lengur… því miður :-(Kominn tími á að Egill taki sér frí og nota RÚV krónurnar í eitthvað uppbyggilegraTheódór Skúli Sigurðsson(algjörega ópólitískur)

  • Anonymous

    Enginn kraftur í þessum þætti lengur. Greinileg slagsíða á þessum þætti og búin að vera í mörg ár. Egill er greinilega enn ekki búinn að uppgötva kosningarnar 2009 og niðurstöðurnar þar. Þá fengu Sjálfstæðismenn 16 þingmenn og eru í algjörum minnihluta á þinginu, en VG og Ssmfylking mynduðu ríkisstjórn með samtalst 34 þingmönnum.Síðan eru liðin mörg ár eins og þar stendur. Engu að síður virðist Egill ekki búinn að ná þessu, hann er aðallega í að gagnrýna fulltrúa Sjálfstæðismanna í þættinum. Hann er lítið að gagnrýna ríkisstjórnarflokkana, sem lögðu af stað með gott veganesti, fylgi í skoðanakönnunum upp á rúm 70& og mikinn velvilja. Nú er fylgið komið í 30% í könnunum, flest málin sem ríkisstjórnin lagði upp með hafa annað hvort dagað uppi, eða strandað. Vonandi að Egill fái eitthvað sæmilegt að gera fljótlega. Þetta getur ekki gengið svona áfram. Það er komin hefð fyrir að fréttamenn og þáttastjórnendur fari í vel launuð störf sem upplýsingafulltrúar stórfyrirtækja, nái sér í þingsæti eða fái stöðuhækkun, hverfi frá RUV í eitthvað bitastæðara, verði jafnvel fjölmiðlafulltrúar ríkisstjórna svo eitthvað sé nefnt. Egill þarf nú samt að hafa nokkuð hraðar hendur á. Það er ekki sérstsklega mikil eftirspurn þessa dagana fyrir því sem hann stendur fyrir í stjórnmálum. Hugsanlega gæti verið komin á koppin ný ríkisstjórn næsta sumar, þá er líklegt að þessi pepp-þáttur vinstri manna verði einfaldlega blásinn af?

  • Anonymous

    já Röggi þetta helvítis komma pakk. Get ekki beðið eftir að fá sjallana og hækjuna þeirra til valda afur því þá verður allt gott aftur og sóma menn eins og Baldur fá uppreisn æru 🙂

  • Anonymous

    Egill Helgason vill ekki helga þáttinn sinn þínum hjartansmálum. Þarafleiðandi er hann ömurlegur. Skörp lógík hjá þér. Er þér alvara?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur