Miðvikudagur 05.12.2012 - 17:00 - Rita ummæli

Enn hækka þau skatta

Stundum liggur við að mig langi til þess að skilja hvers vegna vinstri menn fatta ekki að skattahækkanir skila sér á endanum í minni skatttekjum, sér í lagi þegar efnahagur er í lægð. 

Í síðustu kosningum var annað á oddinum og margir sem eiga að muna og vita hvernig vinstri stjórnir stjórna, gleymdu sér.

Fátt er í heiminum algott eða alvont. Hugsanlega hefði verið sniðugt að hafa vinstri stjórn til að hægja á okkur á þenslutímanum. 

En það eru dapurleg örlög að vera með þessa stjórn við völd þegar við þurfum alls ekki að láta hægja á okkur. Við þurfum nefnilega eitthvað allt annað.

Æðstu prestar vinstri manni í hópi fræðimanna Þórólfur Matthíasson, Indriði H og Stefán Ólafsson hafa verið ódeigir baráttumenn fyrir því ónýta úrræði að hækka skatta til þess að finna aura handa ríkisstjórn.

Fyrst um sinn var eins og mörgum stæði á sama um þetta. Vandinn var svo ærinn og við upptekin að lumbra á fyrri ríkisstjórn. Í þessu skjóli hafa vinstri menn dundað sér við að koma óorði á frelsi og skattalækkanir. 

Ríkisstjórnin situr föst og eltir skottið sitt, til vinstri. Sala á áfengi hefur dregist mjög saman en brugg og smyglbransinn blómstrar. Skólabókardæmi um það þegar vinstri menn vilja ná sér í fé með skattahækkun.

Hugmyndaauðgi þessara manna er viðbrugðið. Þeir finna matarholur í veskjum okkar skattborgara í niðursveiflunni og hirða ekkert um að þegar ríkið tekur og tekur munum við ekki leggjast á árar með atvinnulífinu í neysluhugleiðingum, heldur þveröfugt. 

Á því tapa allir, bara spurning um hvort það verður fyrr eða seinna. Ég man enn þegar prófessor Þórólfur sagði að neysluskattar myndu koma okkur úr kreppunni. 

Þessu trúir hann enn og fólkið hans í stjórnaráðinu er á sjálfstýringunni með augun lokuð og eyrun einnig.

Nú er það þannig að við höfum hér verðtryggingu hvað sem um hana má segja. Þegar Steingrímur og Jóhanna ákveða að hækka álögur á tóbak hækka lánin okkar samstundis og sjálfvirkt. 3. 000 milljónir þar….

Þetta vissu skötuhjúin auðvitað fyrir. Það er ekki að koma þeim á óvart hafi einhver laumast til að halda það. Þeim er bara alveg sama. Þau hafa engin önnur úrræði en þessi gömlu. Að hækka skatta og álögur….

…og þessi árátta þeirra magnast í réttu hlutfalli við minnkandi tekjur ríkissins af viðkomandi skattstofni. 

Það þarf ekki lengur últra hægri mann eins og mig til að sjá þetta. Þetta blasir við öllum mönnum. Og hagstætt að gleyma sér ekki næst……

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur