Þriðjudagur 18.12.2012 - 12:44 - 1 ummæli

Flóttinn

Hvenær eru ríkisstjórnir í raun fallnar? Sú sem nú situr hreinlega kann ekki að falla. Flokkarnir sem hana mynda hanga saman á einhverju áður óþekktu lími.

Nýjasta nýtt í stöðunni er að Jón Bjarnason burtrekinn ráðherra VG myndar meirihluta með stjórnarandstöðu í utanríkismálanefnd um þá tillögu að setja aðildarviðræður við ESB á ís.

Nú gætu einhverjir sagt að þetta sé týpískur Jón Bjarnason og haldið áfram sínum störfum. En er þetta þannig? Einmitt vegna þess að þetta er týpískur Jón vaknar sú spurning af hverju hann er settur í þessa stöðu af formanni sínum, Steingrími Sigfússyni.

Flóttinn er hafinn. Flótti flokkanna sem mynduðu þessa vonlausu stjórn. Nú taka þeir sig til og reyna að lágmarka skaðann. Ná aftur í sérstöðu sína. Á meðan Össur fagnar opnun nýrra kafla í viðræðum okkar við ESB er VG að róa af fullum þunga í gagnstæða átt.

Skrípaleikur.

VG þarf að sanna það fyrir sjálfur sér og öðrum að þeir séu VG en ekki bara  ráðherraævintýri fyrir Steingrím Sigfússon. Þá er ekki úr vegi að stökkva til og fara að vera á móti aðildarviðræðum við ESB. Í verki vel að merkja.

Héðan af er engu að tapa fyrir þessa flokka. Engum dettur í hug að þeir muni starfa saman aftur, líklega um langa hríð. 

Þetta er bara rétt að byrja.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    já það er nokuð skrítið að setja jón í utanríkimálanemd kanski hafði hann ekki marga góða kosti en hugur steingríms er óransakanlegur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur