Miðvikudagur 26.12.2012 - 12:24 - 7 ummæli

Fangavarða andúð Evu

Eva Hauksdóttir er firnaskemmtilegur pistlahöfundur. Hefur skemmtilegt sjónarhorn og stíllinn er brattur. 

Núna skrifar hún pistil um þá ákvörðun um að setja strokufangann á litla hrauni í einangrun. Flottur pistill og ég er viss um að margir hafa mikla samúð með því sem hún hefur fram að færa.

Eitt stingur mig þó. Það er þegar höfundurinn fer að runka sér ósmekklega  á andúð sinni á fangavörðum af þessu tilefni. Allir vita þó að fangaverðir tengjast þessu máli hreint ekkert.

Þeir hafa ekkert með málið að gera. Bara alls ekkert. 

Merkilegt…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Ég er ekki á Fésbók og get því ekki skirfað aths. á grein Evu.Mér finnst ekki hafa komið nægilega fram að það geta verið fleiri hliðar á þessu máli um ákvörðun um einangrunarvist strokufangans Matthíasar Mána. – Það hefur komið fram að hann óttist 2 aðra fanga í fangelsinu. Ef til vill bjóða aðstæður í fangelsinu ekki uppá aðra lausn við að takmarka samneyti MM við þessa menn en að hann sé í eins konar einangrun, amk meðan aðrir möguleikar eru skoðaðir. Svo kann að vera að verið sé að forðast „hetjudýrkunaráhrif“ stroksins á aðra fanga og upphafningu MM fyrst eftir að hann kemur til baka, með því að láta málið „kólna“ aðeins með því að halda honum frá öðrum föngum fyrst eftir að hann kemur til baka. Þannig getur verið að þetta sé bara einangru að nafninu til.

  • Nafnlaus: Þessi ákvörðun hefur ekkert með ótta Matthíasar við aðra fanga að gera. Eins og kemur fram hér er þetta bara stöðluð refsing http://www.visir.is/matthias-mani-i-einangrun-i-tvaer-vikur/article/2012121229590Röggi: Það er einfaldlega rangt að fangaverðir tengist þessu ekki neitt. Ákvörðun um refsingu er tekin innan fangelsisins. Það er forstöðumaðurinn sem ber ábyrgð á þeirri ákvörðun. Krafan um refsingu fyrir agabrot kemur ekki utan úr samfélaginu heldur verður hún til meðal starfsmanna fangelsa. Að sjálfsögðu svíður fangavörðum það að verða fyrir gagnrýni fyrir slælega gæslu þegar þeir hafa verið að gera sitt besta miðað við aðstæður en með því að flýja hefur fanginn vaktmenn og fangelsisstjóra að athlægi.

  • Anonymous

    Eva, mér þykir þú gefa þér of mikið þegar þú talar um eintóma refsigleði. Það getur vel hugsast að þarna sé líka verið að nota þetta mál af fangelsismálayfirvöldum í pólitískum tilgangi til að vekja athygli á peningaskorti til öryggismála. Undanfarið hefur íslenska réttarkerfið frekar verið gagnrýnt fyrir of vægar refsingar en hitt og eins og ég sagði áður getur vel verið að það henti í þessu tiviki að nota einangrun í tvöföldum tigangi til að „einangra“ MM frá öðrum föngum og aðra fanga frá honum, t.d. til að þeir geti ekki sammælst um söguþráð varðandi flóttann ef hann á sér vitorðsmenn innan fangelsisins. Svo vitum við ekkert hversu mikil einangrun þetta er í raun og veru.

  • Anonymous

    Stundum er ég sammála Evu – en oftar ekki. Er stundum orðið hugsi um hvað rekur hana áfram – nornina sem steytti hnefa hér í aðdraganda hruns en lét sig svo hverfa til Bretlands? Gjaldþrota.Er farin að halda að hún sé á launum hjá Binga á Eyjunni við að hraunandi yfir fangaverði, hjúkrunarfræðinga og feminista. Lífið er greinilega aðeins of einfalt hjá henni þarna í útlegðinni.

  • Anonymous

    Annað hvort er refsing stöðluð eða hentistefna fangavarða. Hún getur ekki verið bæði.

  • Það er frekar langsótt að verið sé að refsa manninum með einangrunarvist í pólitískum tilgangi en væri það rétt væri það viðbjóðsleg ráðstöfun.Ég er ekki á launum við að blogga á Eyjunni og ég er ekki gjaldþrota en þó svo væri þá sé ég ekki að það kæmi þessu máli neitt við

  • Ég mælist eindregið til þess að menn séu ekki með subbuskap hér. Umræðan snýst ekkert um það hvað Eva er og hvað ekki.Eva. Mér finnst það alltof einföld uppstilling að segja að vegna þess að reglur um einangrun eru til notkunar innan fangelsisins hljóti fangaverðir að koma að svona ákvörðun. Af hverju ekki eftirlitsmenn með tölvubúnaði sem bilaði?Ég er ekki tilbúinn að taka undir það að krafan um refsingu við agabrotum komi ekki utan úr samfélaginu. Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar?Ég var ánægður með pistilinn þinn. Nema að þessu leyti. Þessi kenning þín heldur því miður ekki vatni og stendur að mínnu viti algerlega órökstudd.Þú bara velur að trúa því að svekktir fangverðir hafi eitthvað með það mál að gera. Ég hvet þig til að gefast upp á þeirri söguskoðun og halda áfram áhugaverðum rökræðum um agaviðurlög í fangelsum.Röggi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur