Styrmir Gunnarsson hittir naglann rækilega á höfuðið þegar hann talar um afdalaháttinn sem ræður þeirri ákvörðun að sýna hvorki beint frá landsdómi né útvarpa.
Hvað er verið að sýsla við þar sem er varasamt að þjóðin fái að hlusta á? Lítill vafi er að fjölmiðlar margir munu týna út þá bita sem hentar hverju sinni allt eftir smekk og túlka á þann hátt sem fyrirframskoðunum hentar.
Mitt í þeirri ótrúlega skömm sem þetta mál er þeim vesalings stjórnmálamönnum sem greiddu þessum pólitísku réttarhöldum atkvæði sitt bundir af hentistefnuhjarðeðli hefðu verið snefill af manndómi af standa þó fyrir því að réttarhöldin og það sem þar kemur fram sé ekki í einkaeigu fjölmiðla og stjórnmálamanna og háð þeirra túlkun.
Það er fjandakornið ekkert að óttast. Varla getur verið að þarna muni koma fram upplýsingar sem koma öðrum illa en hinum ákærða. Ákærunni hefur verið komið með afgerandi hætti til þjóðarinnar en nú þegar réttað verður og sakborningur tekur til varna um mál sem búið er að tala um lengi og matreiða eftir stórpólitískri matarlyst þá má ekki koma því til þjóðarinnar með beinum hætti.
Þetta er svo sannarlega afdalamennska og reyndar er erfitt að verjast þeirri hugsun að þetta sé annað og meira en bara afdalamennska.
Röggi
Fréttastofa RUV, Fréttablaðið og Stöð 2 vilja ekki beinar útsendingar. Vilja matreiða landsdómsfréttir ofaní landslýð eftir hentugleikum. Jóhanna, Össur, Björgvin og Ingibjörg Sólrún verða yfirheyrð svo og Jón Ásgeir og meðreiðarsveinar hans og því óheppilegt að þjóðin fái vitnisburð þeirra beint í æð.
Þegar sett var upp heimasíða fyrir Landsdóm var vælt yfir því að með því væri verið að leggja Geir í einelti. Ef það væru beinar útsendingar frá Landsdómi væri örugglega líka vælt yfir því að það væri einelti – en fyrst svo er ekki er bara vælt yfir því í staðinn. Erfitt að gera sumum til geðs.
Sammála. Ég fór í þjóðmenningarhúsið um 10 en var tjáð að allt væri fullt. Mjög lélegt af RÚV/Stöð2, nema að þetta sé þá spurning um lög, þ.e meginreglan er sú að það sé bannað að taka myndir í réttarsölum. Þetta er allavega lélegt af einhverjum.
Þetta er frábært. Ef landsdómur væri í beinni útsendingu væri þessi bloggfærsla um hneykslanlegar galdrabrennur og gapastokka á torgum úti.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir Landsdómi í morgun að fé sem Kaupþingi hefði verið lánað gegn veði í danska bankanum FIH hefði farið annað en það átti að fara. HVERT FÓR ÞAÐ?Þetta er hið „nýja Ísland“ með „allt uppá borðum og gagnsæi á öllum sviðum“ sem Jóhanna og Steingrímur lugu inná þjóðina!!!!