Sunnudagur 26.02.2012 - 22:00 - Rita ummæli

Mörður Árnason hæðist að tillögum um að ríkið taki þátt í því að lækka bensínverð. Meginrök Marðar og þeirra sem trúa því að hagvöxtur verði helst til með því að ráðherrra hafi sem mest af launum okkar að segja og sem fyrst eftir að við fáum þau er að ríkið eigi ekki til þá peninga sem það á eftir að ná inn.

Þetta er áunnin hugsanavilla enda skilur Mörður ekki að aukin neysla og auknar ráðstöfunartekjur fyrirtækja og einstaklinga skila ríkinu auknum tekjum og hefur í leiðinni margvísleg önnur jákvæð áhrif.

Mörður gefur sér það að ef ríkið lækki skatta hljóti tekjur ríkissins að hrapa. Þessi heimspeki hefur Mörður fengið í arf frá Indriða H. sem sér ofsjónum yfir hverri krónu sem launafólk fær að ráðstafa.

Þegar VG er ekki að afsaka hlut ríkissins í bensínverðinu með því að skatturinn sé umhverfismál er jaxl eins og Mörður að notast við handónýta speki sem gengur út á það að ríkið verði af tekjum ef skatturinn getur ekki tekið þær af okkur glóðvolgar úr launaumslaginu og fært þær til stjórnmálamanna til ráðstöfunar án þess að þeim sé velt í gegnum hagkerfið af fólki og fyrirtækjum með tilheyrandi auknum skatttekjum til ríkissins.

Nei. Við tökum aurinn strax af ykkur enda vita allir að engir kunna betur með fé að fara en einmitt Mörður og hinir stjórnmálamennirnir……

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur