Fimmtudagur 29.12.2011 - 15:47 - 3 ummæli

Fjölmiðlar og þrýstihópar

Þórður Snær Júlíusson skrifar fína grein um þrýstihópa og vísar meðal annars til hóps lögmanna ýmissa þeirra sem eru til rannsóknar eftir bankahrunið. Þórður er blaðamaður á fréttablaðinu og reynir að snúast til einhversskonar varna fyrir fjölmiðlabransann.

það er ekki vandalaust að gera fjölmiðla í dag svo öllum líki og þegar lögmenn vilja fá umfjöllun fjölmiðla til refsilækkunar til handa skjólstæðingum sínum eins og nýlegt dæmi er um vandast nú málið verulega.

Þórður hefur auðvitað rétt fyrir sér þegar hann kemst að þeirri niðurstöðu að hlutverk fjölmiðla sé að segja fréttir. En hann virðist ganga út frá því að fréttirnar segi sig sjálfar. Þegar fjölmiðill skrifi frétt komi ekkert fréttamat þar að. Þegar fréttin er komin út er hún sannleikur og ekkert annað.

Fjölmiðlar eru og eiga að vera gagnrýnir en verða líka að þola það að þeir sem lesa þá geri það með gagnrýnum augum líka. Ég treysti mér til þess að halda því fram að fréttaflutningur sumra fjölmiðla í heilan áratug fyrir hrun standist illa skoðun og kannski eru þeir til sem myndu vilja kalla þá fjölmiðlun þrýstihópsfjölmiðlun.

Þá var líka verið að segja fréttir, upplýsa. Og þá var sagt við þá sem gagnrýndu að þeir væri fulltrúar annað hvort ákveðinna skoðana eða bundnir í pólitíska klafa. Ég er ekki frá því að Þórður falli dálítið í þann fúla pytt hér.

En ég er sammála honum í mörgu og finnst mikilvægt að fólk reyni að átta sig á því hvaðan og hvernig gagnrýni á umfjöllun fjölmiðla kemur. Hagsmunir skipta máli og ég læt mér ekki detta í hug að þeir eiginlega hálfguðir sem Þórður kallar lögmennina reyni að halda því fram að þeir séu að fullu hlutlausir.

En fjölmiðlamenn þurfa líka að varast að afgreiða gagnrýni eins og mér finnst Þórður kannski daðra við. Því þó mikilvægt sé að gera sér grein fyrir hagsmunatengslum þeirra sem taka þátt í umræðunni er einnig mjög mikilvægt að hafa þrek til þess að taka ekki sjálfgefna afstöðu gegn því sem til umfjöllunar er á þeim forsendum einum.

Einkum vegna þess að ef Þórður hefur rétt fyrir sér hafa fréttamenn ekki fyrirfram skoðanir. Þeir bara segja fréttir, upplýsa.

Enda eru fjölmiðlar ekki þrýstihópar….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    …og líta alls ekki á sig sem hálfguði. Bara handhafa sannleikans í hvert sinn.

  • Anonymous

    Mér finnst Röggi bara nálgast að vera 1/2 guð

  • Anonymous

    Íslenskir fjölmiðlar standast enga skoðun.Hvergi í nágrannalöndum er boðið upp á svona rusl.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur