Davíð Oddsson hefur ennþá ótrúleg áhrif. Í hvert sinn sem hann fæst í viðtöl kallar hann fram gömul krampaeinkenni hjá fólki sem aldrei þoldi manninn. Vinstri hliðin á pólitíkinni finnur gömlu minnimáttarkenndina hríslast um sig og hefur ekkert til rökræðunnar fram að færa.
Annað en að Davíð sé hitt og þetta og heimsendirinn sé honum að kenna. Ég get auðvitað ekki haldið því fram að Davíð sé fullkominn eða gallalaus og hafi alltaf sagt og gert allt eins og ég sjálfur hefði viljað.
En finnst magnað hvernig þessi einu sinni yfirburðamaður getur enn fengið suma til að missa allan kúrs og fara í gamalt margtuggið og ónýtt far með því einu að benda á staðreyndir sem við öllum blasa.
Verst er þó líklega að í hvert skipti sem Davíð talar þjappar hann fólkinu sem trúði á vinstra vorið saman til stuðnings við ríkisstjórn sem enginn hefur raunverulega trú á hvort heldur sem menn sitja í henni eður ei.
Röggi
Sé það ert í gamla góða farinu.Allt vitrænt fólk er löngu hætt að hlusta á þennan mann, hann hefur ekkert vægi.Eina sem við getum gert er að biðja fyrir því fólki sem ennþá hefur Kim Il Sung syndrómið.
Almennt er ekkert gagn í fólki í umræðunni sem ekki hefur nafn eða andlit á bak við orð sín en það er bara svo sjaldan sem komment styðja svo fullkomlega við það sem haldið er fram í greinum eins og þeirri sem ég skrifaði. Svo ég mátti til að gera undantekningu núna….
Ég missti algerlega af þættinum með Davíð og er miður mín. Röggi, getur þú endursagt það helsta sem fram kom?
Merkilegt: ég hef einmitt verið að furða mig á og gleðjast yfir logninu og þögninni sem hefur fylgt þessu viðtali – sem ég horfði ekki á.Sýnist í fljótu bragði að viðbrögðin sem þú lýsir séu álíka mörg og hneykslunarhellur þeirra sem telja að vinstrimenn séu með Davíð á heilanum og geti því ekki stillt sig um að tjá sig um það sem hann sagði 🙂
Ég er nafnlaus þegar ég skila atkvæði mínu í kosningum og vel að vera nafnlaus í pólitískum umræðum. Ég vona svo sannarlega að ég fái að hafa þann rétt í friði fyrir kommúnistum og fasistum, en það verður líklega ekki til lengdar.Málið er að ég hef ímugust af leiðtogadýrkun, hún skilar sér aðeins í andlegri fátækt.
Davíð er snillingur ekki til heiðarlegri og sannspáðri maður hér á landi varaði okkur við hruninnu en enginn hlustaði.
Að halda því fram að árás á land á upplognum sökum sé sambærilegt við árás á land þar sem yfirvaldið drepur borgara sína – og ekki nóg með það – að halda því fram að seinni kosturinn sé verri – er ekkert annað en geðveikisleg söguskoðunCIA var fyrir Írak stríðið búin að gefa út yfirlýsingu um að gögn sem Bush stjórnin tefldi framm væru ekki áreiðanleg.Ekki að árásina í Líbíu megi ekki gagnrýna – en forsendur hennar eru margfallt heiðarlegari heldur en forsendur seinna írak stríðsins og menn þurfa að vera alvarlega geðveikir og firrtir til að sjá það ekki
Það er líka rétt hægt að ímynda sér hversu mikið minni fórnarkostnaðurinn er, að fara inní land til að hjálpa borgurum sem nú þegar eru að steypa af stóli harðstjóra – miðað við að fara inní land þar sem árásarliðið er sögulega ekki minni harðstjóri en SaddamDavíð er blindur hundur USA og studdi margfallt siðlausara stríð en samfylkingin (ekki að ég sé neinn aðdáandi þeirra og Líbíu stríðsins)
Þegar okkar maður af lista TIME yfir hrunvalda heimsins, opnar á sér þverrifuna, er eðlilegt að skoðanir séu skiptar. Sjálf tel ég manninn glæpamann og ætti að setja bak við lás og slá fyrir landráð. Að hann hafi einhverntímann þótt fyndinn, jafnvel skemmtilegur, fyrrir hann engu sekt. Margrét
LOL það horfir enginn á ÍNN nema Röggi og félagar … þvílíkt fail sem þessi skrif eru.
Stærsta arfleifð Davíðs er sú að hann gaf Rússnesku mafíunni Landsbankann, en mafían var leppuð af Bjöggunum og Magnúsi. Bankann notaði mafían svo kerfisbundið til að þvo peninga sem voru notaðir í að fjármagna, eða fengnir úr, dæmigerða mafíustarfsemi s.s. hryðjuverk, morð, vændis- og fíkniefnastarfsemi. Mikill yfirburðamaður, Davíð…