Mánudagur 28.11.2011 - 10:17 - 10 ummæli

Einangrunarþrá og fjárfestingaróttinn

Það er kannski ekki að furða að ástandið hjá okkur sé skrýtið. Við erum rétt að reyna að ná áttum eftir hrunið og landinu stýrir einhversskonar ríkisstjórnarlíki. Því er haldið að okkur að allt sem heitir frelsi, einka og markaðsbúskapur sé vont en ríkiseign og ríkisrekstur sé góður.

Gamlir ráðstjórnarríkiskommar ráða för og eins og stundum áður er þar hver höndin upp á móti annarri. Slíkir hafa ekki bara óbeit á atvinnulífi öðru en ríkisreknu heldur eru einnig haldnir krónískri einagrunarþrá sem birtist helst í hræðslu við allt sem er útlenskt.

Í gær sá ég þannig mann tala í silfri Egils. Arkitektinn Jón Þórisson hélt því fram að iðnaður hvort sem hann heitir stór eða ferða skilaði þjóðinni litlu ef nokkru þegar upp er staðið. Þetta hafði maðurinn eftir Indriða H og virtist sannfærður.

Sjaldan hefur Agli Helgasyni tekist að draga annan eins niðurrifsmann í salinn til sín. En menn sem tala svona virðast eiga greiðan aðgang að umræðunni og kannski verður það á endanum þannig að við bönnum eiginlega allt sem kemur frá útlöndum.

Sér í lagi ef það heitir fjárfesting. Útlendingar með þannig hugmyndir eru dæmdir á Íslandi. Þeir eru hættulegt fólk vegna þess að þeir vilja fjárfesta og hagnast í leiðinni. Hrunið kom óorði á fjárfestingarbransann vissulega og þeir sem aðhyllast ríkisvæðingu hlutanna eru að gernýta sér ástandið.

Ef VG réði yrðum við norður Kórea. Einangruð og hrædd við allt sem er útlenskt. Myndum hokra hér í öruggu skjóli ríkissins að selja hvort öðru rækilega niðurgreitt lambakjet óhult fyrir erlendu fjármagni og fjárfestingum vondra manna sem vilja hagnast. Í ríki VG græðir enginn nema ríkið.

Eina fjármagnið sem má koma hingað er erlent lánsfé til að fjármagna rekstur alríkissins þegar ekki er lengur hægt að kreista meira úr vösum þjóðar sem á ekki möguleika.

Við viljum vera ein í heiminum. Öldungis alein og áháð og ekki í þeirri bráðahættu að hingað horfi menn sem sjá möguleika á að byggja upp atvinnulíf og hagnast í leiðinni. Við skulum banna slíku fólki að koma hingað.

Við skulum bara vera undir forsjá stjórnmálamanna eins og þeirra sem ráða ríkjum núna. Þeir passa upp á enginn missi sig í góðar tekjur og vernda okkur fyrir velsældinni.

Þeir sem mest mega sín í umræðunni er fólk sem trúir því að stjórnmálamenn/ríkið muni með galdraaðferðinni koma og redda okkur. Allt sem þurfi sé bara góður vilji og engin stjórnarandstaða.

Stjórnmálamenn munu ekki bjarga hlutunum með því að taka okkur hlýlega öll undir sinn verndarvæng. En þeir geta svo sannarlega komið í veg fyrir að þjóðin geti verið sjálfbjarga.

Að því vinna gömlu kommarnir daglega í umboði búsáhaldabyltingar sem hefur fyrir löngu étið öll börnin sín.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Anonymous

    Ég held að sannleikanum sé aðeins hliðrað til hérna hjá þér. Það sem kom fram í máli fyrrgreinds Jóns í Silfri Egils var:1) Land er auðlind – einkum ef um er að ræða ónsortna náttúru2) Orkufrekur iðnaður eins og álverin skila takmörkuðum auði til samfélagsins umfram launatekjur, mögulegum afleiddum störfum og síðan tekjum af raforkusölu. Varðandi lið (2) þá vitnaði Jón til skýrslu Landsvirkjunar og málþings um orkunýtingu þar sem kom fram að almennt séð væri Landsvirkjun að selja raforku til stóriðju á of lágu verði.Í annan stað vitnaði hann til þess að vægi afleiddra starfa væri ofmetið og tók ég það þannig að þar væri um að ræða tölur frá Indriða.Varðandi orkuverðið, þá er það allt of lágt til stóriðjunnar. Þetta veldur því að afkoma Landsvirkjunar er óviðunandi. Um 3% raunávöxtun er allt of lágt sérstaklega þar sem allt of stór áhætta er sett á herðar LÍ.Varðandi afleidd störf, þá er það rétt að þau eru til staðar sem og jaðarfyrirtæki sem þjónusta stóriðjuna. Staðreyndin er einfaldlega þessi að hvert starf í stóriðju kostar tugi milljóna í fjárfestingu. Það er staðreynd.Varðandi virði óbyggða, þá er þau meira virði en fólk áttar sig á. Magn óbyggða á jörðinni er hverfandi, þess vegna eru ónsert svæði orðin gríðarlega verðmæt í dag. Við Íslendingar erum því miður of saklaus í hugsun til að sjá þetta. Það gerðu Norðmenn fyrir löngu síðan.Kveðja,Björn Kristinsson

  • Anonymous

    Róaðu þig aðeins óþarfi að draga þessa umræðu niður á kommaplan. Hvað er athugavert við að fara varlega. Tælendingar fara t.d. mjög varlega varðandi Kína hvers vegna? Ótrúleg umræða þessa dagana öfgar í báðar áttir engin yfirvegun.Með kveðju Kristinn

  • Anonymous

    Það er ansi undarlegt að sjá talað um „að hliðra til sannleikanum“ þegar verið er að ræða aðkomu Jóns Þórissonar. Í Magma málinu fór hann miklum um ýmsar hliðar málsins sem féll vel í eyru þeirra er vildu sjá HS Orku þjóðnýtta. Það sem hvorki hann, né Björk, né flestir af þeim sem töluðu um þjóðnýtingu, sögðu, var að skv. Stjórnarskrá Íslands er slíkt ólöglegt nema fullar bætur komi í staðinn. S.s. rúmlega 33 milljarðar, ríkið borgar eða tekur á sig skuldbindingar. Þetta var þagað um af þessum aðilum. Að þegja er stundum það sama og að ljúga.Eftir þátt Jóns í því máli finnst mér hann vera ómarktækur í slíkri umfjöllun því hann sýnir af sér einbeittan brotavilja í að þegja yfir óþægilegum staðreyndum. Innlegg hans hefur kannski eitthvað gildi svo langt sem það nær, en frekari upplýsinga er þörf.Kv. Guðjón Thor Ólafsson.

  • Anonymous

    Þetta….Við skulum bara vera undir forsjá stjórnmálamanna eins og þeirra sem ráða ríkjum núna. Þeir passa upp á enginn missi sig í góðar tekjur og vernda okkur fyrir velsældinni.Þeir sem mest mega sín í umræðunni er fólk sem trúir því að stjórnmálamenn/ríkið muni með galdraaðferðinni koma og redda okkur. Allt sem þurfi sé bara góður vilji og engin stjórnarandstaða.Stjórnmálamenn munu ekki bjarga hlutunum með því að taka okkur hlýlega öll undir sinn verndarvæng. En þeir geta svo sannarlega komið í veg fyrir að þjóðin geti verið sjálfbjarga.Að því vinna gömlu kommarnir daglega í umboði búsáhaldabyltingar sem hefur fyrir löngu étið öll börnin sín…. er því miður allt „innilega“ satt.Nú eru við stjórnvölin fólkið af 68-kynslóðinni – (frekjukynslóðinn) – sem lætur nú viltustu drauma sína um stjórnskipulag frá þessum tíma rætast.Þetta er sama fólkið og leyfði sér allt það sem er bannað í dag og talið hættulegt t.d. þetta: – Frjálsar ástir – heitir kynferðislegt ofbeldi nú í dag og jafnvel vændi.- Hassreykingar – eru bannaðar í dag.- Drykkja – eru skattlagðar með ofursköttum í dag.- Fengu ókeypis námsláns – eru verðtryggð með vöxtum í dag.- Fengu húsnæðislán sem rýrnaði í verðbólgunni – eru verðtryggð með vöxtum í dag.- Fengu bestu störfin því nóg var af þeim á þeim tíma – viðhalda núna háu atvinnuleysi.Skömm sé þessu fólki sem stjórnar landinu nú í dag.

  • Anonymous

    Björn Kristinsson:Fyrst að ósnortið land er svona „verðmætt“ getur þú þá úskýrt hvernig landsmenn geta hagnast á þessu ósnorta landi hér á landi, og hvernig hægt er að skpa verðmæti og velferð fyrir landsmenn með þessu ósnorta landi?Getur ósnortið land skapað atvinnu hér á landi og þá hvernig?

  • Anonymous

    Þetta er satt hjá þér Röggi.Núverandi stjórnvöld hafa það að stefnuskrá sinni að útrýma allri fjárfestingu í landinu, því þau skilja ekki hugtakið „atvinnulíf“.Það eina sem þau kunna er hækka skatta því þau halda að verðmætasköpunin felist í því.“Það má ekki hleypa hingað til lands vondum útlendingum því þeir arðræna okkur og eyðleggja landið okkar.Og svo græða bara vondir verktakar úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkum á þessu öllu saman, og það má auðvitað ekki.Og svo getur fullt af fólki fengið vinnu við út af öllum þessum fjárfestingum og fengið mjög góðar tekjur, og það er auðvitað eitur í beinum vinstrimanna. Svoleiðis verður bara að skatta til blóðs.“Hér eiga allir að vera jafnir, þ.e. jafn fátækir.Takmarkað er 100% skattur á launatekjur, svo mun ríkið úthluta fólki hér á landi nauðþurftir eftir þörfum t.d. húsnæði og mat.Svoleiðis er gert í N-Kóreu og hefur gefist vel að sögn ráðamanna þar í landi.Svona hugsa þessir vesælu vinstrisinnar.

  • Anonymous

    Magnað hvað sumum íslendingum er skítsama um lög. Þau ma beygja og eða sniðganga henti það fólki. Einmitt þetta viðhorf sem gerir okkur svo óáreiðanleg og ótraustvekjandi.

  • Anonymous

    Sæll Rögnvaldur Ég var í framboði fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum en er nú löngu búinn að segja mig úr þeim flokk vegna þeirrar meðvirkni sem þar ríkir gagnvart útlendinga- og auðvaldsfóbíu samstarfsflokksins.Mikið er ég ánægður að koma hér inn á þetta blogg og sjá að til eru enn menn með viti sem sjá að þessi endemis vitleysa VG er beinlínis stórhættuleg. Nýjasta frumvarp Guðfríðar Lilju sem beint er gegn „heimskapítalismanum“ er enn eitt dæmið þar um.Enn og aftur virðist Guðfríður Lilja forðast það að svara grundvallarspurningu þess máls sem hún leggur fyrir þing; Hvaða máli skiptir það íslenskan almenning hvort að það sé innlendir eða erlendir einkaaðilar sem eiga landspildur á Íslandi? Það eru aðeins 400 spildur af landi í ríkiseign (eða „þjóðareign“) hér á landi, um 6000 eru annaðhvort að öllu leyti í eigu einkaaðila eða líkt og Grímsstaðir á Fjöllum, í meirihlutaeigu. Hvaða hag sér íslenskur almenningur í því að hafa þessar auðlindir eingöngu í eigu íslenskra einkaaðila en getur ekki ímyndað sér að það séu hér erlendir aðilar að reka ferðaþjónustu, stunda búskap eða annan rekstur á íslenskum jörðum. Ætlar Guðfríður Lilja kannski að standa fyrir allsherjar uppkaupum ríkisins á lóðum í einkaeigu, þjóðnýta auðlindir landsins, ég á stundum ekki orð yfir íslenskum þingmönnum. Hræðsla Guðfríðar Lilju við „erlent, heimskapítalískt auðvald“ er orðið af paranóju og eiginlega hætt að vera fyndið. Hún ætti að fara slaka aðeins á heimsóknum inn á worldconspiracytheories.comHver er ábati ríkisins á því að hafa „jarðir af þessari stærð“ í sinni eigu? Er ríkið betur til þess fallið til að nýta þá rentu sem landið gefur af sér, affallsvatn, gróðurlendi, hótel, golfvöll os.frv., betur heldur en einkaaðilar (eða kannski bara betur heldur en erlendir einkaaðilar) landi og þjóð til heilla?Er þetta ekki grunnelementið í allri þessari umræðu. Hvaða rentu fær ríkið (og þar með almenningur) af því að eiga þessar jarðir? Ég get fært margvísleg rök fyrir því hvaða rentu almenningur hafi fengið ef Nubo hefði fengið að kaupa landið og byggt þar upp ferðaþjónustu svæðinu til heilla. Fyrir nú utan þau skilaboð sem við sendum til erlenda fjárfesta (sem ég fullyrði að eru forsenda þess að lífsskilyrði „komandi kynslóða“ Guðfríðar Lilju haldist á svipuðum kjöl og nú) út í heim. Fjárfestar hljóta að líta á flækjustig þeirra mála sem þeir vinna að hverju sinni, hér horfa þeir fyrst til efnahagsástands, þar mætir þeim fyrsta flækjustigið: gjaldeyrishöft. Ef þeir eru tilbúnir að líta fram hjá þeim sjá þeir gjaldmiðil í klakaböndum, með belti og axlarbönd. Háa vexti og háa verðbólgu. Ef þeir eru aftur tilbúnir að líta fram hjá því og taka þá fáranlegu áhættu að fjárfesta á Íslandi í hvaða iðnaði sem er kemur til spilana þriðja flækjustigið sem er orðið hið pólitíska flækjustig! Sá andbyr sem þeir mæta frá ríkjandi völdum.Með ólikindum. Haldu áfram góðum skrifum Rögnvaldur.Með bestu kveðjuHörður Unnsteinsson

  • Anonymous

    Það er bara eitt íslandein ríkistjórnog ég ræðKv. Marteinn Mosdal

  • Anonymous

    Guðfríður Lilja sér talsvert lengra fram í tímann en þið, enda skák kona góð. Hún myndi ekki selja ömmu sína eins og sumir. Enda eru ömmur í flestra hugum ómetanlegar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur