Birgitta Jónsdóttir þingmaður birtir í dag bréf frá forseta alþingis þar sem hún fer þess á leit við þingmanninn að hún leiðrétti þau ummæli sem hún hefur haft uppi á facebook um það af hverju einn tími er valinn umfram annan til að setja næsta þing.
Sumir gætu litið svo á að þarna væri forseti þingsins að fara úr fyrir sitt valdsvið og hefta tjáningarfrelsið. En er þetta svo einfalt?
Vissulega er þetta vandmeðfarið og enginn getur fallist á að forseti þingsins geti beinlínis bannað þingmönnum að hafa skoðanir opinberlega eða túlka stöðuna en mér finnst eins og DV.is sé að leita að þannig stöðu í málinu.
Það fylgir því nefnilega ábyrgð að tjá sig. Tjáningarfrelsið veitir öllum rétt til þess að hafa hvaða skoðun sem er og halda henni á lofti en leysir menn ekki undan ábyrgð orða sinna. Margir telja að þeir sem leita réttar síns gangvart fólki sem segir eða jafnvel gerir eitthvað séu með því að hefta rétt fólks til tjáningar. Það er misskilningur.
Forseti Alþingis hefur auðvitað rétt til þess að koma með leíðréttingu telji hún þingmenn fara með rangt mál er tengist hennar störfum hvort sem þar er um að ræða facebook færslu eða blaðagrein. En hún hefur auðvitað enga lögsögu í málinu en biður um að Birgitta skoða þetta mál með tilliti til þess sem hún hefur fram að færa.
Ekkert er óeðlilegt við það og ég efa ekki að Birgitta myndi bregðast eins við í sömu stöðu.
Röggi
Rita ummæli