Miðvikudagur 14.09.2011 - 17:31 - Rita ummæli

Hefnd Bubba réttlæti þjóðar.

Hvað er hægt að segja um nýjustu færslu þjóðfélagsrýnissins Bubba Morthens? Þráhyggja dugar hvergi nærri til þessa að lýsa því hvað þarf til svo draga megi þær ályktanir sem Bubbi dregur þar.

Ég hef áður sagt að ég ætla rétt að vona að karlanginn fái greitt fyrir þessar skoðanir því öðrum kosti er freistandi að telja manninn af í vitsmunalegu opinberri umræðu. Bubbi virðist hreinlega hafa verið við veiðar í þrjú ár og ekki haft nokkur tök á að fylgjast með svo fjarstæðukenndur er málflutningurinn.

Þeir eru ekki margir sem hafa heilsufar til þess ennþá að reyna að finna Jón Ásgeir og Jóhannes sem fórnarlömb vondrar þjóðar sem skilur ekki að þeir voru að gera okkur greiða þegar þeir rændu okkur og komandi kynslóðir skipulega í gegnum óteljandi kennitölur og eignarhaldsfélög. Allt skuldsett og yfirveðsett aftur og aftur með hagnaði og allt í boði Bubba og barnanna hans sem bíður nú það verkefni að greiða gjaldþrotin á meðan Jón Ásgeir sötrar diet coke makindalega erlendis.

Bubbi sér hefnd í því að þeir fá ekki að halda þeim bitum sem þeim tókst ekki að setja á hausinn. Hefnd hverra? Þetta er í raun hlægilegt en Bubba virðist fúlasta alvara.

Hann talar um pólitík en eina pólitíkin sem kemur við Baugssöguna er pólitík þeirra sem tóku að sér að verja þá eðlilegum athugasemdum árum saman. En Bubbi hvorki man né skilur….

Bubbi kallar það sem þjóðin sér sem réttlæti hefnd og réttir öllum þeim sem töpuðu á svindli og svínaríi þessarra manna einn á lúðurinn.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur