Nú fer pólitíkin að upp af ótrúlega værum blundi spái ég. Samfylking horfir fram á það að ef fram fer sem horfir verður hún utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar. Það væri martröð sem ekki nokkrum manni þar hefði getað dottið í hug fyrir hálfu ári að væri möguleiki.
Vegna afstöðu Framsóknar til ESB og yfirgengilegs vanhæfis VG til ríkisstjórnarsamstarfs er aðeins einn valkostur eftir fyrir Samfylkingu eftir næstu kosningar, Sjálfstæðisflokkurinn, sem skyndilega sér fram á það að þurfa alls ekkert að tala við Samfylkinguna.
Það er því skiljanlegt að yfirlýsing Bjarna Ben um að slíta beri aðildarviðræum við ESB hafi komið af stað mikilli taugaveiklun eins og sést á skirfum ýmissa flokkshesta Samfylkingar.
Samfylkingin hefur lagt allan aurinn á eitt mál sem í augnablikinu virðist glatað fé þó ég geri mér grein fyrir því að skjótt getur skipast veður í því loftinu. Ekkert bendir þó til þess núna og ónotatilfinningin sem hríslast eftir hrygg Össurar við tilhugsunina um að Framsóknarflokkurinn fá utanríkisráðuneytið eftir tæp tvö ár er örugglega nístandi köld.
Ég spái því að við munum fljótlega sjá Samfylkinguna finna sér nýjan aðalóvin í Framsóknarflokknum.
Rita ummæli