Mánudagur 13.06.2011 - 12:14 - 4 ummæli

Enn fellur jonas.is á barnaskólaprófinu

Það er að verða viðtekin venja hjá jonas.is að falla á prófinu þegar kemur að verndun einkalífs fólks. jonas.is telur það tilraun til þöggunar að vilja eiga sér einkalíf. Allar upplýsingar um alla eiga alltaf erindi til almennings ef jonas.is fær að ráða.

Þetta viðhorf hans er þvílík dómsdagsfirra að engu tali tekur enda er ég ekkert viss um að hann vildi finna sig í þeirri stöðu sjálfur að t.d. þeir tölvupóstar sem hann sendir mönnum séu til lesturs fyrir hvern sem er.

Að þessu sinni skilur jonas.is ekki af hverju Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill skoða réttarstöðu sína vegna birtingu tölvupósta sem gengur milli hans og Ögmundar Jónassonar. Nú er það bara þannig að um svona samskipti gilda lög og þau eru ekki sett til þess að fólk með gægjuþörf fái ekki svalað þörfinni.

Friðhelgi einkalífs er grundvallaratriði en ekki sérviska. Og tilraunir til þess að krefjast þessara réttinda er ekki tilraun til að fela glæpi.

Skoðanir forseta ASÍ á málum eru opninberar og öllum ljósar og forseti ASÍ hefur að því er ég best veit ekki reynt að halda þeim leyndum fyrir jonas.is né öðrum.

Það sem stýrir jonas.is í þessu máli eins og öðrum er andúð hans á skoðunum forseta ASÍ og í því samhengi finnst honum eðlilegt að kasta grundvallarréttindum eins og friðhelgi einkalífs út um glugga.

En þetta kemur auðvitað ekki á óvart þannig séð. jonas.is var eini maðurinn í Íslandi sem taldi það þjóðhagslega nauðsynlegt að við fengjum nafn piltsins sem myrti unnustu sína birt korteri eftir atburðinn.

jonas.is þekkir ekki mörkin nema þegar það hentar skoðunum hans. Dýpra ristir þetta því miður ekki….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur