Ég er eins og margir hugsi vegna eigendaskiptanna á Eyjunni. Ég ber afar takmarkað traust til nýja eigandans og þeirra sem hafa makkað með honum í hans fjölmiðlabusiness. það er einhver spillingarára yfir Birni Inga…
Almennt er það óþolandi staðreynd að ekki virðist hægt að reka fjölmiðla á Íslandi nema með tapi og þeir einir sem kunna að reka fyrirtæki þannig að tapið lendi ekki á þeim sjálfum enda með öll fjölmiðlaspilin á hendi.
Ég ætla þó ekki að stökkva til og hverfa héðan enda skrifa ég fyrir sjálfan mig og úr því ég lifði af ritstjóratíð Þorfinns Ómarssonar hlýt ég að lifa hvað sem er af. Karl Th. er skemmtilegur fýr og hefur þann kost að allir vita hvað hann stendur fyrir í pólitík öfugt við margan manninn sem fer um með leynd í þeim efnum í klæðum hlutleysis.
Ég vona að nýjir eigendur muni ekki skemma Eyjuna. Það er vel hægt enda eru það fleiri en ég sem setja ósjálfrátt fyrirvara þegar afar pólitískur ritstjóri tekur við og vinnur fyrir aðila sem hafa notast við peninga frá mönnum sem ekki teljast beint til vinsælustu manna samfélagsins.
Spennandi tímar og ég fer ekki fet…
…þangað til annað kemur í ljós.
Röggi
Ummælin hér okkur segjaað nú tæmist sviðog þetta verði eyðieyjasem enginn lítur við
Er sammála nafnlausum.
Einhver sagði að hann myndi ekki treysta Binga fyrir umslagi á milli húsa…Geri ráð fyrir að það verði ekki margir linkar á DV framvegis á eyjunni, svo mikið er víst.
Það er rétt hjá þér, Karl Th Birgisson er innvígður krati og samflkingamaður en sá flokkur nærðist i nokkur ár á peningum þeirra Baugsmanna. Verst er þó fortíð Karls við fjölmiðla, sú fortíð úr hinni gulu sóðapressu vekr ekki væntingar um betri Eyju.