Mánudagur 31.01.2011 - 15:01 - 6 ummæli

Lýgur Mogginn?

Mogginn slær því upp á forsíðu í dag að blaðamaður DV hafi réttarstöðu grunaðs manns enda sé blaðamaður þessi grunaður um að hafa fengið annan mann til að stela tölvugögnum með upplýsingum sem hann hafi svo notað ítrekað í greinum sínum. Þetta virðist einnig tengt WikiLeaks og er allt pínu reyfarakennt. Að vísu vitum við að sannleikurinn er stundum reyfarakenndari en reyfararnir sjálfir en hér virðist eitthvað bjagað….

Nú les ég að lögreglan vill ekki staðfesta að umræddur maður hafi réttarstöðu grunaðs né að hann hafi verið yfirheyrður og vinnuveitendur hans koma af fjöllum. Ég veit ekki hverjir eru heimildarmenn Morgunblaðsins og kæri mig í raun kollóttann um það hversu „traustar“ heimildir blaðið telur sig hafa í málinu.

Hafi umræddur maður ekki réttarstöðu grunaðs í málinu. Hafi hann ekki verið yfirheyrður eins og fullyrt er þá er mér alveg nákvæmlega sama hversu rosalega ritstjórn blaðsins er sannfærð um hlut hans í málinu.

Það eitt og sér dugar ekki. Það má ekki duga og ég vona að Mogginn sé ekki að fara niður á plan sem DV hefur svo ótrúlega oft gert……

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Lögreglan segir ENGAN hafa réttarstöðu grunaðs manns í málinu, svo ekki virðist innistæða fyrir fréttinni.Elfa Jóns

  • Anonymous

    Athugið að þetta eru tvö aðskilin mál.“Vísir hafði samband við lögregluna í Reykjavík vegna málsins. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, sagði Inga Frey ekki með stöðu sakbornings eða grunaðs manns í tengslum við njósnatölvumálið á Alþingi.„Hann er ekki með stöðu sakbornings í þessu máli og hefur aldrei verið yfirheyrður.“ Spurður út í málið sem tengist hinum stolnu gögnum sagðist Björgvin ekkert geta fullyrt um réttarstöðu Inga í því máli.“Lögregla upplýsir að Ingi er ekki sakborningur í Alþingismálinu. Lögregla neitar hinsvegar að upplýsa réttarstöðu Inga í málinu sem drengist drenginum. Það má lesa ýmislegt úr því.

  • Anonymous

    Nei Mogginn lýgur ekki.

  • Lýgur mogginn???Frá hvaða plánetu ert þú eiginlega??

  • Anonymous

    Já, reglulega.

  • Anonymous

    Nei það gerir hann ekki, hann dylgjar bara síðustu misserin.Minnir mig á einhvern stjórnmálamann sem ég man ekki alveg hvað heitir.Atli

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur