Fimmtudagur 30.09.2010 - 15:24 - Rita ummæli

Ég hef haldið því fram allt frá því að þessi guðsvolaða ríkisstjórn tók við að næsta ríkisstjórn yrði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Mörgum svelgist hreinlega á þegar þetta er nefnt og þurfti ekki skandalinn á alþingi í gær til.

En þetta er nú samt verkefnið hvað sem hver segir. Það er öllum ljóst að ríkistjórnin er komin að fótum fram. Algert og fullkomið ósætti um allt sem skiptir máli. Í raun minnihlutastjórn sem þarf að reiða sig á stjórnarandstöðuna í stórum málum þvers og kruss.

Flokkarnir virðast ekki þora í kosningar og því þarf að finna millileik þangað til það verður ekki umflúið. Þetta blasir við og líklega er það þetta sem Atli Gíslason þóttist finna þefinn af í þinginu.

Við sitjum því uppi með þessa hörmung sem kallast víst norræn velferðarstjórn og ég veit ekki hvað. Lilja Mósesdóttir hefur ákveðið að segja það sem henni býr í brjósti og það er virðingar

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur