Íþróttir eiga enga fulltrúa á þingi. Enginn stjórnmálaflokkur virðist vera með skýra stefnu í málinu. Sem er merkilegt þvi ÍSÍ er að ég held stærstu samtök landsins. Af einhverjum ástæðum verður samt enginn þrýstingum á að gera málaflokknum hærra undir höfði.
Ráðherrar mennta og íþrótta hafa alltaf verið ráðherrar sem lítinn áhuga og skilning hafa á gildi íþrótta. Þeir hafa hins vegar haft mikinn skilning á því að það er gott mál að láta aka sér út á flugvöll og taka á móti afreksfólki okkar þegar það hefur náð árangri erlendis.
Þá vantar ekki áhuga á að stilla sér upp með krökkunum og baða sig í sviðsljósinu og halda ræður um gildin og fyrirmyndirnar og hvað það heitir nú allt sem ráðherrar halda að hljómi vel á svona stundum.
Rita ummæli