Hvurslags stjórnmálamenn eru það sem taka ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum? Hvernig má það vera að fjölmiðlamenn séu hlaupandi menn uppi út um allan bæ til að draga upp úr þeim hvort þeir hafi mætt og þá hvaða skoðun þeir hafi haft?
Icesave málið er eitt erfiðasta mál þingsögunnar og þjóðin hefur stórar skoðanir á því og hefur haft frá upphafi. Þá bregður svo við að sumir fulltrúar stjórnarflokkana hlaupa í felur.
þetta er farsi en þó með mjög tragískum undirtón vegna þess að þetta er fólkið sem enn situr við völd. Völd sem það vill ekki kannast við nema þegar það hentar. Pólitískur gunguskapur þessa fólks verður ekki jafnaður.
Samfylkingarmenn á fræðimannsstólum í háskólanum hafa svo hamast við að reyna að túlka niðurstöðuna rangt. Enginn þarf að efast um að Samfylkingarelitan í háskólanum hefði talið já niðurstöðu styrkja ríkisstjórnina mjög.
Ríkisstjórn sem barist hefur af alefli fyrir þessu máli í heilt ár gegn öllum öðrum liggur mér við segja reynir svo núna að eigna sér bætta samningsstöðu málsins. það er ótrúleg söguskýring og gaman fyrir fræðimennina að setja hlutina í rétt samhengi þegar þeir kryfja mál.
Skömm þeirra flokka sem nú eru í ríkisstjórn verður ekki af þeim þvegin í þessu máli. Og þeir sem ekki mættu til að kjósa eða neita að gefa upp skoðun sína eru í mínum huga auðir og ógildir hér eftir.
Röggi
„Hvurslags stjórnmálamenn eru það sem taka ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum?“ Til dæmis allur sjálfstæðisflokkurinn í Icesaveumræðunni síðasta sumar…
S.l. laugardag var kosið um eitt mál „uppreisn forsetans“. Hann sigraði með yfirburðum og sjálfsagt að óska ykkur til hamingju með það. En skömm fáið þið fyrir að taka þátt í að nauðga lýðræðinu svona í hans þágu. Sammála Uffe Elleman – þetta var skrumskæling á lýðræðinu.