Mánudagur 01.03.2010 - 10:01 - 5 ummæli

Sölvi Tryggvason og peningahyggjan

Sölvi Tryggvason skrifar grein á pressuna um gildismat og peningahyggju. Honum finnst fátt hafa breyst frá 2007 og við enn að hugsa um peninga umfram aðra hluti. Þessi grein finnst mér yfirborðskennd og grunn en reyndar full af skemmtilegum klysjum en liklega skrifuð af manni sem hefur engar peningaáhyggjur.

Auðvitað er rétt að við erum ekki að deyja úr hungri og hér hafa allir föt til skiptanna og við búum í upphituðum húsum með tvo bíla ef ekki fleiri. Við höfum likt og fleiri jarðarbúar lært að koma okkur upp þörfum sem Sölvi getur liklega skilgreint sem gerviþarfir. Heimspekilegar vangaveltur sem eiga rétt á sér, almennt séð

Heimspeki af þessu tagi er ágæt í pallborðsumræðum og kaffihúsum. Hún hjálpar ekki þeim sem þurfa að hafa áhyggjur af peningum alla daga og öll mánaðarmót. Hún hjálpar ekki þeim sem tapað hafa öllum sparnaði sínum vegna græðgi fárra.

Auðvitað höfum við áhuga á peningum. Peningar færa mönnum ekki hamingju en peningaleysi getur klárlega fært mönnum óhamingju sér í lagi þegar ástæðurnar eru þær sem þær eru núna.

Mér finnst inntakið í pistli Sölva vera það að í raun sé þetta okkur sjálfum að kenna og nánast gott á okkur. Mér finnst eins og hann endurtaki flatskjárkenningu Björgúlfs bankaræningja hér í nýrru útfærslu. Kannski fara menn að tala um reiði Guðs næst…

Samanburður við þjóðir sem eiga hvorki til hnífs og skeiðar er út í hött eða tal um að í raun séu engin vandamál hér vegna þess að fólki verði ekki hent á götuna með börn og bú.

það að tapa öllu sínu er andlegt og líkamlegt niðurbrot þó að kerfið tryggi öllum hita í hús sín. Peningar skipta máli hvað sem hver segir og akkúrat núna mjög miklu máli. Fyrir mér er augljóst að áhugi okkar á peningum nú er talsvert öðruvísi en 2007.

Ég sjálfur þarf ekki að kvarta ennþá að minnsta kosti og ég vona að Sölvi haldi sínu líka. það er léttvægt og þægilegt að skrifa eins og hann gerir um óþarfa lifsgæði. Hálfgerður hroki hins áhyggjulausa manns…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Hvað eru klysjur?

  • Anonymous

    Sammála

  • Anonymous

    Ég er sammála því, það er lítið gert úr vanda þeirra sem eru komnir fram á brúnina. Launin mín t.d. duga rétt fyrir skuldum og þá nánast engu öðru, hef frestað því að fara til tannlæknis í 4 mánuði og er farin að safna hári 😉 en allt í sóma hjá mér, get kúrt á sófanum hjá mömmu og lifað á mötuneytinu í vinnunni…

  • Anonymous

    Heyr heyr!!!

  • Anonymous

    Ég er mjög ósammála þér. Þetta er eitthvað sem við ættum öll að hugsa um, sama þótt við eigum mikið eða lítið af peningum.Við höfum það gott hér á Íslandi þrátt fyrir kreppu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur