Sunnudagur 28.02.2010 - 13:52 - 7 ummæli

Þorsteinn Pálsson í silfrinu

Hrein unun er að hlusta á Þorstein Pálsson tjá sig í silfri Egils í dag. Ekki endilega bara vegna þess að ég sé sammála honum heldur er framsetning hans á málum skýr og rökstudd og stíllinn þannig að enginn ætti að móðgast eða meiðast.

Alger skylda að horfa á þetta viðtal ekki síst fyrir þá sem reyna enn að styðja núverandi ríkisstjórn sem ekki ræður við verkefni sín hverju nafni sem þau kunna að nefnast.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Vá, loksins kom eitthvað af viti frá þér kútur :)Þorsteinn var góður enda einn af fáum alvöru Sjálfstæðismönnum sem mark er á takandi.Það var mikil ógæfa þjóðarinnar þegar hann var felldur af stóli formanns flokksins af Davíð Oddssyni sem síðar rústaði efnahagslífinu hér á landi eftir 18 ára samfellda fjármálastjórn.Hér er gleggsti blaðamaður landsins að fjalla um akkúrat það:http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/2/28/hvernig-david-hamarkadi-tjon-thjodarinnar/

  • Anonymous

    Sammála. Rökfastur og háttvís. Þægilegt að hlusta á og skilja manninn.Góð tilbreyting frá þeim fúk og gífuryrðum sem rennur uppúr þingheimi í dag.Elfa Jóns

  • Anonymous

    Rétt er það að hann er áheyri og áhorfanlegur. En það dugar skammt þegar hann heldur merki mafíunnar á lofti.Við sjáum í gegnum svona „polished“ bull.

  • Anonymous

    Nú er ég sammála þérm, í fyrsta sinn sýnist mér. Þorsteinn Pálsson er skynsamur og raunsær, með báða fætur á jörðinni. Hann er enginn öfgamaður. Hann stendur fyrir þau gildi sem sjáflstæðisflokkurinn sagðist standa fyrir. Ef hann kæmist til forystu í Sjálfstæðisflokknum myndi ég kjósa hann (kaus VG síðast!).

  • Anonymous

    Aðalsteinn. Hann stoð sig vel fyrir LIU, en hann skaðaði þjoðina er hann var sjavarutvegsraðherra, eyðilagði smabataflotann.

  • Anonymous

    Margt undarlegt sem maður les hérna. Einn þeirra sem færir hér athugasemdir segir Þorstein Pálsson hafa eyðilagt smábátaflotann.Hvernig væri að gera samanburð á hlutfalli þess afla sem veiddur var af smábátum áður en Þorsteinn hóf störf sem sjávarútvegsráðherra og eftir að hann lauk störfum.Þá kæmi í ljós að þessi athugasemd er rönd.

  • Anonymous

    Já, algjörglega sammála þér, Þorsteinn Pálsson var frábær í gær og flokkurinn ætti að hlusta meira á menn af hans tagi.Annar góður maður er Vilhjálmur Egilsson og það einkennilega er að Davíð og hans menn lögðu báða þessa menn af velli!Guðbjörn Guðbjörnsson

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur