Hrein unun er að hlusta á Þorstein Pálsson tjá sig í silfri Egils í dag. Ekki endilega bara vegna þess að ég sé sammála honum heldur er framsetning hans á málum skýr og rökstudd og stíllinn þannig að enginn ætti að móðgast eða meiðast.
Alger skylda að horfa á þetta viðtal ekki síst fyrir þá sem reyna enn að styðja núverandi ríkisstjórn sem ekki ræður við verkefni sín hverju nafni sem þau kunna að nefnast.
Röggi
Vá, loksins kom eitthvað af viti frá þér kútur :)Þorsteinn var góður enda einn af fáum alvöru Sjálfstæðismönnum sem mark er á takandi.Það var mikil ógæfa þjóðarinnar þegar hann var felldur af stóli formanns flokksins af Davíð Oddssyni sem síðar rústaði efnahagslífinu hér á landi eftir 18 ára samfellda fjármálastjórn.Hér er gleggsti blaðamaður landsins að fjalla um akkúrat það:http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/2/28/hvernig-david-hamarkadi-tjon-thjodarinnar/
Sammála. Rökfastur og háttvís. Þægilegt að hlusta á og skilja manninn.Góð tilbreyting frá þeim fúk og gífuryrðum sem rennur uppúr þingheimi í dag.Elfa Jóns
Rétt er það að hann er áheyri og áhorfanlegur. En það dugar skammt þegar hann heldur merki mafíunnar á lofti.Við sjáum í gegnum svona „polished“ bull.
Nú er ég sammála þérm, í fyrsta sinn sýnist mér. Þorsteinn Pálsson er skynsamur og raunsær, með báða fætur á jörðinni. Hann er enginn öfgamaður. Hann stendur fyrir þau gildi sem sjáflstæðisflokkurinn sagðist standa fyrir. Ef hann kæmist til forystu í Sjálfstæðisflokknum myndi ég kjósa hann (kaus VG síðast!).
Aðalsteinn. Hann stoð sig vel fyrir LIU, en hann skaðaði þjoðina er hann var sjavarutvegsraðherra, eyðilagði smabataflotann.
Margt undarlegt sem maður les hérna. Einn þeirra sem færir hér athugasemdir segir Þorstein Pálsson hafa eyðilagt smábátaflotann.Hvernig væri að gera samanburð á hlutfalli þess afla sem veiddur var af smábátum áður en Þorsteinn hóf störf sem sjávarútvegsráðherra og eftir að hann lauk störfum.Þá kæmi í ljós að þessi athugasemd er rönd.
Já, algjörglega sammála þér, Þorsteinn Pálsson var frábær í gær og flokkurinn ætti að hlusta meira á menn af hans tagi.Annar góður maður er Vilhjálmur Egilsson og það einkennilega er að Davíð og hans menn lögðu báða þessa menn af velli!Guðbjörn Guðbjörnsson