Föstudagur 12.02.2010 - 11:30 - Rita ummæli

Vill fjármálaráðuneytið ekki betri samning?

Steingrímur J er í undarlegri stöðu. Hann druslast núna með stjórnarandstöðunni í björgunaraðgerðum á Icesave samningunum. Maðurinn sem reyndi að lauma hinum glæsta samningi fram hjá þingi og þjóð og hefur eytt mánuðum í að telja okkur trú um að ekki sé annað og betra í boði.

Á meðan á þessu atriði stendur er svo vinstri hönd hans Indriði H að reyna allt hvað af tekur að bjarga því litla sem eftir er af andliti fjármálaráðherra með skemmdarstarfsemi og þvælumálflutningi um gamla samninginn.

Getur verið að embættismenn ráðuneytissins voni að ekki náist betri samningur? Og getur verið að innst inni sé Steingrímur með sömu tilfinningar?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur