Þriðjudagur 05.01.2010 - 19:34 - Rita ummæli

Varaformenn í kastljósinu

Dagur B Eggertsson sem er víst varaformaður Samfylkingar er í Kastljósi kvöldsins að kvarta undan því að ríkisstjórnin skuli hafa þurft að verja stöðu okkar erlendis í dag og telur það hafa verið sérstakt afrek að hafa sinnt því. Betra hefði verið að þessi ríkisstjórn hefði gert það áður og fyrr og betur. Það er hennar skylda en telst ekki sérstakt afrek að hún reyni að vinna vinnu sína.

Dagur ruglar um að menn andvígir lögunum segi nú eftir ákvörðunina að auðvitað standi til að borga og það sé ný afstaða. Ég veit ekki hvar varaformaður Samfylkinguna hefur haldið sig en frá mínum bæjardyrum séð veit hann lítið um vígstöðuna ef hann stendur við þetta.

Þegar farið var í vinnu um að setja fyrirvara við frumvarpið viðurkenndu menn að undan því yrði ekki komist eins og búið var að halda á málum. Fyrirvararnir snérust um kjör en ekki prinsippið um hvort við borgum eða borgum ekki. Dagur virðist hafa misst af þessu lítilræði enda reyndust þessir fyrirvarar léttvægir í meðförum ríkisstjórnainnar.

Katrin Jakobsdóttir varaformaður VG var allt annar stjórnmálamaður. Hún var fjallbrött og kraftmikil og laus við dramað sem Dagur nærist sífellt á. Virtist þess albúin að taka á málinu og snúa vörn í sókn.

Það hefur nefnilega enga þýðingu aðra en að skaða málsstað okkar bæði hér og þar að leiðtogar ríkisstjórnarinnar birtist okkur eins og um heimsendi sé að ræða og ekki komi neinn morgundagur. það er að skemmta skrattanum og nú er nóg komið að því að þetta fólk haldi sífellt á lofti málsstað andstæðinga okkar.

Í þeim efnum voru varaformennirnir ólíkir í kastljósinu.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur