Fimmtudagur 23.04.2009 - 11:24 - 6 ummæli

Hver á samleið með VG?

Auðvitað hlaut að koma að því að VG reyndu að slíta sig frá Samfylkingunni. Samfylkingin hefur algerlega verið í bílstjórasætinu í samstarfi vinstri flokkanna. Málefni VG hafa ekki komist að en mælingar á fylgi flokkanna hafa greinilega aukið sjálfstaust VG sem lætur nú loks á sér kræla.

VG ætlar, öfugt við Samfylkingu!, að hækka skatta og lækka laun. Mér finnst smart hjá þeim að segja þetta fyrir kosningar og heiðarlegt. Flokkurinn ætlar, öfugt við Samfylkingu, alls ekki inn í ESB. VG ætlar líka alveg á skjön við Samfylkingu alls ekki að leyfa fleiri álver og nú er upplýst að VG ætlar að snuða félaga Össur um olíuleitina.

Sérstaða VG er talsverð og undanfarna daga hefur flokkurinn verið að undirstrika hana og uppsker aukið fylgi af ástæðum sem mér eru ókunnar. Auðvitað nýtur flokkurinn þess svo að ekki hefur verið hægt að finna spillingarlykt úr þeirri áttinni, ennþá.

Um hvað eru vinstri flokkarnir sammála? Þeir eru að sönnu sáttir við að vinna sigur í kosningum og gleðjast yfir óförum Sjálfstæðisflokksins en lengra nær það nú varla. Það verður þó að teljast líklegt að flokkarnir lemji saman ríkisstjórn en hún verður ekki langlíf.

Ef málefni eru skoðuð sést að enginn á alvöru samleið með VG. Ekki einu sinni Samfylkingin og það er að renna upp fyrir henni nú á endasprettinu þegar VG skríður út undan feldinum.

Og hvað gera bændur þá?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Íslenskum krötum hefur jafnan liðið best í samstarfi við íhaldið og þá jafnan gefið eftir flest sín áherslumál. Nú er það hinsvegar ómögulegt enda hefur varla nokkur flokkur þurft jafn mikið á stjórnarsetuhléi á lýðveldistímanum og Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna. Þess vegna verður vinstristjórn eftir kosningar.Stefnumálavandinnn verður leystur eftir Helguvíkurmódelinu, þ.e. Alþingi fær aftur að verða staðurinn þar sem stefna í málaflokkum ræðst. Ef ESB aðildarumsókn nær meirihluta á þingi verður farið í það. Ef meirihluti vill setja málið í dóm kjósenda verður það gert og svo framvegis.Einu hefur Sjálfstæðisflokkurinn áorkað í stjórnarandstöðu og það er að brennimerkja þá stefnu að réttmætt sé að vinna gegn því að vilji meirihluta Alþingis nái fram. Við munum því sjá um meira af meirihlutum sem ráðast af málefnum frekar en hrossakaupum.

  • Anonymous

    Þér/ykkur er ekki boðið, RöggiEnginn vill kannast við ykkur, hvað þá treysta ykkur.Af hverju, Röggi?

  • Anonymous

    Meira segja hóran Framsókn vil ykkur ekki.Hvað segir það þér/ykkur?Smá Sjálfskoðun, Röggi minn, og þú færð kannski vakningu 🙂

  • Anonymous

    Ja, X-D á greinlega ekki samleið með þorra almennings skv. þessarri frétt:http://eyjan.is/blog/2009/04/21/ny-rannsokn-gifurleg-misskipting-tekna-throadist-her-a-arunum-1993-til-2007/Og nú refsar þjóðin eðlilega FLokknum fyrir að hafa tekið hagsmuni fárra (nokkurra) yfir hagsmuni heildarinnar.Ertu að farinn að kveikja?Skrýtið, þjóðin er glaðvöknuð og kvelur nú kvalara sinn en þú sefur enn 🙂

  • Anonymous

    Komið í Húsdýragarðinn þar sem Sjálfstæðismenn eiga heima. Auglýst hefur verið eftir furðufuglum í eitt búrið og hefur verið vænst þess að Davíð og Geir gefi sig fram. Ræningjarnir þrír verða á svæðinu, Kúlgerður Katrín, Spillugi Gunnarsson og Guflaugur Þór í gervi Kasbers, Jesbers og Jónatans. Kúlgerðu katrín með kúlulán eignimannsins upp á 500 miljónir, Spillugi Gunnarsson með sjóð 9 og Guflaugur með væna styrki frá BAUGI af öllum fyrirtækjum í pokanum. Kannski að Björn Bjarna hætti svo að uppnefna fjölmiðla sem Baugstíðindi, því réttnefni á flokknum sem hann er í er ,,Baugsflokkur”.

  • Anonymous

    Hvernig væri að þið skoðanabræðurnir Hannes Hó, Gunnar Kross, Geiri á Goldfinger og Árni Johnsen færuð með Jónínu Ben til Búlgaríu í fjögurra ára þarmaskol og legðuð á ráðin um endurreisn bakteríunnar. Komið svo af fullu trukki árið 2013 með skoðanir ykkar frá 1997. Þá vita bændur ekkert hvað þeir eiga að segja!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur