…..annað að rugla svona um ástæðurnar.
Núna er rifist um það hver ber ábyrgð á fjörbroti ríkisstjórnarinnar. Eitt er þó víst og það er að Samfylkingin hefur verið gersamlega heillum horfin og hver maðurinn á fætur öðrum vaðið uppi seint og snemma með allskonar skoðanir bæði á samstarfinu og samstarfsflokknum. Þetta er óumdeilt og hefur verið öllum ljóst og er auðvitað handónýt aðferð til að vera í samstarfi.
Nú slítur Samfylkingin samstarfinu á forsendum sem eru í meira lægi hæpnar og aðferðin hreinn brandari. Þar ráða vitaskuld mestu hrakfarir flokksins í könnunum. Liðið fór á taugum. Þrátt fyrir að hafa kennt Sjálfstæðisflokknum að alla hluti mælist þessi sundurleita hjörð næst minnst allra flokka. Fylgið eins gisið og flokkurinn sjálfur.
Allar götur þangað til um helgina hefur Ingibjörg Sólrún staðið þétt við bakið á Geir og lýst því að algert glapræði væri að hætta í miðjum björgunarleiðangri sem gengi vel og væri á áætlun. Ekkert hefur breyst í þeim efnum nema fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Mér sýnist að Ingibjörg hafi verið ein um það í flokknum að hafa viljað halda áfram. Það var stríð sem hún hlaut að tapa.
Hún talar um að það sýni hroka og skort á auðmýkingu að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki taka afarkostum hennar um að láta af hendi embætti forsætisráðherra. Á sama tíma er því lýst yfir að málið snúist alls ekki um stóla! Og nú um hádegi í dag er skyndilega nefnt nafn Jóhönnu Sigurðardóttur. Formennirnir tveir sátu á fundum alla helgina en ekki var unnt að nefna þann kost þá. Á meðan á þessu öllu stendur er þessi flokkur að ganga frá samningi um stjórn landsins við VG og Framsókn. Ég veit ekki hvernig Ingibjörg Sólrún skilgreinir hroka en þarna kom hún með kennsluefni í bæði hroka og skorti á auðmýkt enda algerlega augljóst að þessu sýndartilboði yrði ekki tekið.
Nú gefst öðrum flokkum kærkomið tækifæri til að taka nú til hendinni úr því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur fyrir. Verður áhugavert að fylgjast með og verðum við öll að vona að ekki verði farið út í vanhugsaðar skammtímalausnir sem eru til þess eins fallnar að auka tímabundið fylgi óháð langtímakostnaði.
það er þó hættan því bæði þarf stjórnandstaðan að standa við stóru orðin og koma með patentlausnirnar og Samfylking þarf að fá gott veður svo skoðanakannana guðirnir verði nú hliðhollir.
Um það snýst þetta nú allt saman.
Röggi.
Fjármálapólítík sjálfstæðisflokksins kom Íslandi á hausinn, þeim er alls ekki treystandi fyrir stjórn landsins.Flokkshagsmunir sjálfsstæðismanna eru æðra öllu í heiminum að þeirra áliti, gott að þeir eru farnir úr stjórniniVinstri stjórn er langbest fallin til að leiða okkur út úr þeim erfiðleikum sem nú er við að etja.Jóhanna Sigurðardóttir er sá stjórnmálamaður sem þjóðin treystir best, hún á að vera forsætisráðherra.Rögnvaldur
Í alvöru, hættu þessu. Hættu þessu. Frá og með deginum í dag eigum við að hætta að hugsa með og á móti einhverjum stjórnmálaflokkum.
Ég veit að þið Sjálfstæðismenn eruð núna að gíra ykkur uppí komandi kosningar. Að sjálfsögðu sjáið þið enganvegin ykkar hlut í þeim vanda sem blasir við þjóðinni. Að sjálfsögðu er ekkert ykkur að kenna, hvorki hrun hagkerfisins óstjórn, einkavinavæðing, hvað þá spilling. Að sjálfsögðu er öll sökin hjá samstarfsfloknum sem var „sundraður“ og ekki samstarfshæfur. Ekki rétt Röggi ?Því spái ég sem áhorfandi að framgöngu ykkar að á komandi vikum komi spunameistarar ykkar til með að klifa á gömlum frösum úr fortíðinni, ekki „góðæri og stöðugleiki“ eins og undanfarin ár, heldur eitthvað á borð við Kjósið staðfestu og einingu (les: flokksræði og foringjavald) en ekki sundrung og ósamlyndi (les:lýðræðisleg stjórnmál.) Stefna ykkar frá þvi ég fór að fylgjast með pólitík hefur einkennst af flokkshagsmunum framar þjóðarhag, foringjadýrkun framar lýðræði, eiginhagsmunagæsla framar hæfni. Ég fæ ekki betur séð að plottið ætti að geta gengið fullkomlega upp eins og fyrri dagin enda er nóg af siðlausum einstaklingum sem „Flokkurinn“ beitir sem víla ekki fyrir sér að kyrja þennan söng í síbylju næstu vikurnar.
Hefur þér ekkert dottið í hug að leita sáluhjálpar í kompaníi við Gísla Frey Valdórsson?