Mánudagur 15.12.2008 - 23:15 - Rita ummæli

Ónýtt vörumerki, DV

Magnað að sjá blaðamanninn fyrrverandi í kastljósi í kvöld, af mörgum ástæðum. Framburður hans og upptaka af samtali hans við Reyni Traustason staðfestir auðvitað hvurslags rugl er í rekstri blaðs eins og DV.

Alveg ótrúlegt að hlusta á kappann reyna að telja blaðamanninum trú um að fréttin sem hann skrifaðii um Sigurjón bankastjóra hafi verið svo léttvæg að hann hafi barasta farið létt með að að láta ritskoða sig og kúga til að birta hana ekki.

Málsstaðurinn hafi verið svo góður! Ég get alls ekki varist því að hugsa um hvernig umgengi „manna út í bæ“ er við Reyni þegar um stórtíðindi er að ræða. Þetta er maðurinn sem hefur gargað á að menn sýni ábyrgð. Hér þarf ekki að garga.

Hugsanlega mun ritstjórinn undirgefni fara langt með vinna mál gegn blaðamanninum enda vafasamt í meira lagi að taka svona samtöl upp og meðhöndla eins og hann gerir. Mér finnst í sjálfu sér skítalykt að því.

En gerum það ekki að aðalatriði þessa máls. Sem er staðfestingin á þvi að sumir menn eiga ekki að eiga fjölmiðla og aðrir ekki að ritstýra þeim. Blaðamanns heiður Reynis fór endanlega út í veður og vind í kvöld.

Kannski vilja eigendur DV eða þessir öflugu „menn út í bæ“ samt hafa hann í vinnu. Ég held að vörumerkið DV þoli varla meira en það sem lagt hefur verið á það undanfarin misseri. Botninum ætti að vera náð núna.

Og þó. Annað eins hefur maður nú séð…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur