Miðvikudagur 23.07.2008 - 09:20 - 1 ummæli

Fánahylling.

Stundum erum við kaþólskari en páfinn, við Íslendingar. Tökum okkur mjög hátíðlega og höfum engan húmor fyrir okkur sjálfum. þetta held ég að sé einkenni á smáþjóðum, stundum.

Við erum stolt fólk og harðduglegt. Höfum böðlast frá örbirgð og vesöld á undrastuttum tíma. Höfum náð að gera okkur gildandi í samfélagi þjóðanna svo að eftir er tekið. Kassinn þrýstist út í loftið þegar við heyrum þjóðsönginn og berjum fánann okkar augum.

Enda fáninn okkar fallegasti fáni veraldar, er það ekki? Samt er það þannig að hann má eiginlega hvergi sjást. Nema á tyllidögum á fánastöngum við opinberar byggingar. það hef ég aldrei skilið. Af hverju má ekki flagga fánanum oftar og víðar? Danir nota fánann sinn ótt og títt. Danski fáninn sést út um allt, og þegar Danir vilja gera sér glaðan dag, og það gerist oft, þá flagga þeir gjarnan og skreyta húsakynni með fánanum. Hér er slíkt hugsanlega lögbrot en fyrir mér er þetta hylling.

Hér sett samasem merki milli þess að vilja nota fánann og að sýna honum óvirðingu. það skil ég varla. kannski þarf að finna einhvern milliveg ef hann er þá til. í dag er það talið merki um virðingu við fánann að nota hann helst ekki.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    „Við erum stolt fólk og harðduglegt. Höfum böðlast frá örbirgð og vesöld á undrastuttum tíma. Höfum náð að gera okkur gildandi í samfélagi þjóðanna svo að eftir er tekið.“ Þetta ber einmitt ekki með sér að sá sem skrifar taki sig hátíðlega.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur