Fimmtudagur 21.02.2008 - 16:47 - Rita ummæli

Búinn að finna þjálfarann.

Ekki ætlar að ganga þrautalaust að finna þjálfara landsliðsins í bakhrindingum. Aðferðafræði HSÍ er líklega ekki að hjálpa þeim. Betra hefði verið að ræða við allan hópinn í stað þess að fá nei. Þá hefðu nei in komið frá vinnuveitanadanum sem er sterkara.

HSÍ er með fínan mann á launum sem gæti tekið við þessu. Þá þyrfti að vísu að stórmóðga konur því Júlíus Jónasson þjálfari kvennalandsliðsins færi létt með þetta. Hann hefur sannað sig ítrekað þrátt fyrir hrakspár og svo er einn meginkostur við hann. Hann hefur haft sama aðstoðarmanninn lengi og þeir virðast bæta hvorn annan fullkomlega upp.

Kristján Halldórsson tekur svo við dömunum útlærður í norskum kvennabolta. Málið er leyst.

Af hverju var ég ekki spurður?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur