Árni Johnsen er frá mínum bæjardyrum séð bjáni. Í besta falli. Duglegur bjáni en siðblindur. Kann þó galdurinn við að koma sér í mjúkinn hjá fólki fyrir austan fjall og kemst þannig á þing, ítrekað. Sá kjósendahópur hefur séð okkur fyrir hverjum furðufuglinum á fætur öðrum. Nefni engin nöfn.
það er bara i einu sem mér finnst hann góður. Hann hefur skrifar margar fallegustu minningargreinar sem ég hef lesið. Skrifar mun betur en hann talar enda þá meira svigrúm til þess að hugsa áður en ýtt er á enter. Hann veit ekkert hvar enter takkinn er fyrir talandann.
Hann er varla fyrsti stjórnmálamaðurinn sem lætur alvitra fjölmiðlamenn og álitsgjafa fara í taugarnar á sér. Pólitísk hlutdrægni er hér landlæg í fjölmiðlum. Sumir sjá hana reyndar bara hjá mogganum sem er stórfurðulegt.
En hann er líklega fyrsti maðurinn sem þorir að hafa þessa fáránlegu afstöðu opinbera. Hugsunin allt að því barnaleg. Hreinlega út í hött. Rétthugsun og ritskoðun renna þarna saman í eitt. Held að hann fatti það ekki.
Hann er merkileg samsuða þessi maður. Verkamaður duglegur eins og allir vita. Ætti auðvitað ekki undir neinum kringumstæðum að vinna með hluti sem hann á ekki sjálfur því hann fer alltaf að líta á alla hluti sem hann vinnur með sem sína eigin. Þetta held ég að eigi við um skratti marga sem vinna lengi hjá ríkinu.
Hann er hörmungarlygari, við sáum það öll. Bara getur það ekki. það ætti að vera kostur þannig séð. Engin þörf á gæsluvarðhaldi þar. Þess vegna hefur hann tamið sér það, líklega að góða manna ráði, að tala sem minnst í þinginu. Hann tók þetta meira að segja miklu lengra því hann er nánast ekki þar. Þá er skaðinn minni.
Hann hefur þá eiginleika að jafnvel þegar hann vill koma með sáraeinfaldar athugasemdir þá gerir hann ríflega í buxurnar og allt fer í handaskolum. Stundum er sagt að kjósendur séu ekki fífl. Hvernig geta menn þá skýrt kjörþokka þessa manns?
Hugsunin um að kjósa menn frekar en lista verður alltaf svo freistandi þegar ég hugsa um Árna.
Röggi.
Síðasta málsgreinin (er sammála öllum hinum) er eins og töluð út úr mínu hjarta!