Mánudagur 04.02.2008 - 09:45 - Rita ummæli

Kuldakast hjá Eiði Smára.

Þá er Eiður Smári dottinn aftar á merina en undanfarið. Góður dagur í hans fótboltalífi þýða 10 leikmínútur. Ef hann fær þá að klæða sig. Og það þrátt fyrir að stórstjörnur sú fjarverandi við skyldustörf í Afríku.

Mín kenning er að Barcelona hafi ákveðið að reyna að stilla honum út í janúar gluggann og því notað hann óhóflega mikið frá miðjum desember og út janúar. Hafa hann til sýnis ef ské kynni að einhverjum dytti í hug að bjóða í gripinn.

Hann sýndi að mínu mati akkúrat ekkert á þessum tíma sem gerir hann að eftirsóknarverðri söluvöru. Reyndar tárast fréttamenn hér yfir hverri sendingu sem hann á en betur má ef duga skal.

Hann getur þetta allt saman. En bara gerir það ekki.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur